Sunnudagur 26.janúar 2020
Fréttir

Þess vegna er þjóðveginum lokað þó vegur sé auður

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 10:13

Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög hvasst er víða á landinu enda appelsínugular viðvaranir í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Suðausturlandi og Miðhálendi.

Einna mestur hefur vindurinn verið í Sandfelli í Öræfum og er meðalvindhraði þar um 28 metrar á sekúndu. Í morgun fóru vindhviður í 57,9 metra á sekúndu. Síðdegis í gær fóru hviður einnig í nokkur skipti yfir 50 metra á sekúndu.

„Hvergi er meira um hættulega sviptivinda hér á landi en við hæstu og bröttustu fjöllinn.  Annars vegar við Öræfajökul og hins vegar undir Eyjafjöllum.  Já þeir eru hættulegir og þess vegna verður að grípa til þess ráðs að loka þjóðveginum þegar aðstæður skapast, jafvel þó vegur sé auður,“ segir í færslu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings á vefnum Blika.is þar sem fjallað er um óveðrið á landinu og vindhviðurnar í Sandfelli.

Veðurstofan varar við því að ekkert ferðaveður er á þeim slóðum þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi.

Fylgstu með veðurspánni á DV.is. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Þórólfur varar við stórslysi: „Það sést ekkert hérna“

Þórólfur varar við stórslysi: „Það sést ekkert hérna“
Fréttir
Í gær

Anna Björg líkir heimilinu við fangelsi – Fatlaður sonur fær engan stuðning – „Þetta er búið að vera helvíti“

Anna Björg líkir heimilinu við fangelsi – Fatlaður sonur fær engan stuðning – „Þetta er búið að vera helvíti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta lægð kemur í kvöld: Snjókoma í öllum landshlutum

Næsta lægð kemur í kvöld: Snjókoma í öllum landshlutum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoða hvort Wuhan-veiran sé komin til Skotlands

Skoða hvort Wuhan-veiran sé komin til Skotlands