Sunnudagur 26.janúar 2020
Fréttir

Segir Guðmund Frey hafa ruðst inn í húsið og ýtt manninum í gólfið og stungið hann ítrekað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fjölmiðlar skýrðu frá í gær er Guðmundur Freyr Magnússon í haldi lögreglunnar í spænska bænum Torrevieja á Spáni en hann er grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana. Móðir hans segir að hann hafi brotið sér leið inn á heimili hennar með því að kasta gaskút í gegnum rúðu og síðan hafi hann ruðst inn í húsið vopnaður hnífi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Kristínu Guðmundsdóttur, móður Guðmundar, að þetta hafi gerst á þriðja tímanum aðfaranótt sunnudags. Hún segist vera  mjög ósátt við fréttaflutning spænska miðilsins Informacion sem sagði að Guðmundur hafi klifrað yfir vegg og komist inn á heimili hennar og hins látna. Þar hafi komið til átaka sem enduðu með að hinn látni féll á rúðu sem brotnaði og hafi hann hlotið fjölda áverka við það og hafi síðan látist. Informacion sagði einnig að eftir rannsókn lögreglu sé framburður Kristína ekki talinn standast.

Kristín segir þetta rangt. Guðmundur hafi kastað 14 kílóa gaskút í gegnum rúðuna og hafi síðan ruðst inn vopnaður hnífi. Hann hafi ýtt hinum látna í gólfið og síðan ítrekað lagt til hans með hnífnum. Það hafi orðið honum að bana. Hún sagði að glerbrot hafi verið á víð og dreif um íbúðina og hafi hinn látni skorist er hann reyndi að verjast. Haft er eftir henni að engin átök hafi átt sér stað því Guðmundur hafi haft hinn látna undir á skömmum tíma. Haft er eftir henni að Guðmundur hafi ekki náð að flýja af vettvangi áður en lögreglan kom og handtók hann.

Hún segir að Guðmundur hafi áður ráðist á hinn látna sem hafi þá fengið höfuðhögg og hafi þurft að liggja á sjúkrahúsi í kjölfarið. Einnig hafi Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann. Hann fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm 2007 fyrir íkveikju og í fyrra hlaut hann annan fangelsisdóm sem hann hafði ekki hafið afplánun á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Nýir sjálfsalar hjá Olís valda uppnámi: Of háar upphæðir virðast teknar af debetkortum – Tæknivilla sem verið er að lagfæra

Nýir sjálfsalar hjá Olís valda uppnámi: Of háar upphæðir virðast teknar af debetkortum – Tæknivilla sem verið er að lagfæra
Fréttir
Í gær

Landsbjörg fær hálfa milljón frá forsætisráðherra

Landsbjörg fær hálfa milljón frá forsætisráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“