Sunnudagur 26.janúar 2020
Fréttir

Guðmundur gleymir ekki martröðinni gegn Ungverjum: „Í leik sem ég mun aldrei gleyma“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já, þeir eru það, þeir hafa verið það í mjög mörg ár,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, á blaðamannafundi í gærkvöld (Sjá nánar á RÚV), er hann var spurður hvort Ungverjar væru erfiðir andstæðingar. Guðmundur á erfiðar minningar um viðureignir gegn Ungverjum, bæði sem þjálfari Íslendinga og Dana. Guðmundur sagði:

„Þetta eru frábærir handboltamenn og sögufræg handboltaþjóð. Það er mikil hefð þarna og ég lenti í því á móti þeim 2012, í leik sem ég mun aldrei gleyma, að við töpuðum þar eftir tvöfalda framlengingu. Og ég spilaði á móti þeim 2017 með danska landsliðinu og við töpuðum þá.“

Árið 2012 sendi Ísland firnasterkt lið á Ólympíuleikana í London. Liðið lagði meðal annars að velli Svía og Frakka í undanriðli, en þau lið léku síðan til úrslita á mótinu. Ljóst var að Ísland átti möguleika á gulli en leikurinn gegn Ungverjum réð úrslitum um að komast í undanúrslit. En Ungverjar reyndust ólseigir þó að Íslendingar væru sigurstranglegri og unnu að lokum eftir tvöfalda framlengingu. Úrslitin voru gífurleg vonbrigði.

Áhyggjufullur danskur blaðamaður sagði á blaðamannafundinum að áframhaldandi þátttaka Dana héngi á bláþræði og væri upp á það komin að Ísland legði Ungverja að velli. Spurði hann hvort Danir gætu treyst á Íslendinga. Guðmundur benti á að leikurinn væri gífurlega mikilvægur fyrir Íslendinga: „Við höfum okkar markmið á mótinu og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að taka tvö stig inn í milliriðilinn. Við ætlum að gera allt sem við getum til að vinna leikinn,“ sagði Guðmundur og fullvissaði Danann um að Íslendingar myndu ekkert gefa eftir.

Mjög mikilvægt er fyrir Ísland að taka með sér tvö stig inn í milliriðilinn. Það eykur möguleika á að komast í undanúrslit á mótinu, sem er raunhæft markmið miðað við frammistöðu íslenska liðsins til þessa á mótinu. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst kl. 17:15 á morgun, miðvikudag.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Nýir sjálfsalar hjá Olís valda uppnámi: Of háar upphæðir virðast teknar af debetkortum – Tæknivilla sem verið er að lagfæra

Nýir sjálfsalar hjá Olís valda uppnámi: Of háar upphæðir virðast teknar af debetkortum – Tæknivilla sem verið er að lagfæra
Fréttir
Í gær

Landsbjörg fær hálfa milljón frá forsætisráðherra

Landsbjörg fær hálfa milljón frá forsætisráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“