fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fréttir

Sveinn segir að ásakanir sínar gegn Ástráði hafi ekkert með pólitík að gera – „Skiptir tíminn máli þegar ofbeldi er annars vegar?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. janúar 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ, fylgir eftir ásökunum sínum á hendur Ástráði Haraldssyni héraðsdómara sem hann setti fram fyrir helgi, í öðrum pistli á laugardag. Sveinn hefur staðhæft að Ástráður hafi veitt sér kinnhest er hann var kennari hans í Grunnskólanum á Hellu á árum áður, og það fyrir framan allan bekkinn. Í ljósi þess að Ástráður freisti þess nú að fá embætti dómara við Landsrétt sé rétt að þessar upplýsingar liggi fyrir.

Sjá einnig:

Bæjarfullrúi sakar héraðsdóm um líkamlegt ofbeldi

Allt á suðupunkti vegna ásakana á hendur Ástráði

Sveinn hefur verið gagnrýndur fyrir að draga fram áratugagamalt atvik úr kennslustofu, þegar önnur viðhorf ríktu til uppeldis barna, til að koma höggi á Ástráð. Sumir gefa í skyn að ásakanirnar séu af pólitískum rótum. Sveinn brást við þessari umræðu með eftirfarandi færslu þar sem hann setur atvikið í samhengi við fyrnd ofbeldismál þar sem börn eiga í hlut og háa sjálfsvígstíðni ungra karlmanna:

Ég tel að umræða um stöðu ungra manna og sjálfsvígstíðni hjá ungu fólki þurfi að rannsaka betur. Hér erum við að tala um hæstu tíðni í Evrópu. Það er sorglegt þegar menn gera lítið úr því þegar fólk kemur fram og lýsir ofbeldi gagnvart sér þó slíkt hafi átt sér stað fyrir talsvert löngu. Skiptir tíminn máli þegar ofbeldi er annars vegar? Hvers vegna eru þá gerðar kvikmyndir um löngu liðna atburði og ofbeldi?

Hvers vegna fjallar Ríkisútvarpið og aðrir fjölmiðlar um slík mál, sbr. Breiðuvíkurmálið og önnur löngu fyrnd ofbeldismál gagnvart börnum? Ætli það sé ekki vegna þess að fólk vill koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig? Er fólk ekki að leitast eftir því að dómar verði sanngjarnari þegar kemur að börnum sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér m.a. í stofnunum sem það ber að sækja lögum samkvæmt eins og grunnskóla?

Fyrir þá sem eru með samsæriskenningar tengdri pólitík er það að segja að slíkt skiptir nákvæmlega engu í þessu samhengi. Ég vil og hef ávallt viljað taka á gæðamálum í grunnskólum og tryggja að börn fái þar bestu menntun og mesta öryggið. Einnig vil ég tryggja til lengri framtíðar að dregið sé úr sjálfsmorðstíðni ungra manna með virkum aðgerðum. Hér á landi er sjálfsmorðstíðni hið hæsta í Evrópu og mjög mikið á meðal ungra manna.

Sveinn hefur ekki viljað tjá sig frekar um málið við fjölmiðla og Ástráður hefur ekki brugðist við ásökununum.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Í gær

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krár og skemmtistaðir opna aftur

Krár og skemmtistaðir opna aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Íslendingar á gjörgæslu á Gran Canaria

Tveir Íslendingar á gjörgæslu á Gran Canaria
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar og Sverrir í sorpið

Gunnar og Sverrir í sorpið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs