Sunnudagur 26.janúar 2020
Fréttir

Ísland beygði rússneska björninn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. janúar 2020 18:50

Íslensku stuðningsmennirnir voru spenntir og glaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann í kvöld stórsigur á Rússum í öðrum leik sínum á EM,  34:23. Fljótt var ljóst að rússneska liðið réð lítið við íslensku strákana sem voru alveg sérstaklega vel stemmdir allt frá byrjun, léku hraðan og ógnandi sóknarleik og sterka vörn, auk þess sem markvarslan var prýðileg.

Ísland komst í 9:3 snemma leiks og þakið ætlaði að rifna af höllinni þar sem íslensku stuðningsmennirnir létu vel í sér heyra. Stuttu síðar komst Ísland í 9 marka forystu en staðan í hálfleik var 18:11.

Rússar höfðu mjög góðar gætur á Aroni Pálmarssyni sem skoraði ekki mikið í dag en lét þó mikið að kveða í stoðsendingum og leikstjórn.

Í síðari hálfleik riðlaðist nokkuð varnarleikur beggja liða og það var mikið skorað. Ísland gaf hins vegar ekkert eftir og viðhélt góðu forskoti.

Markvarslan var góð í dag. Björgvin Páll átti glimrandi leik í fyrri hálfleik og varði þá 8 skot. Hann náði sér ekki eins vel á strik í seinni hálfleik en Viktor Gísli Hallgrímsson kom inn í markið á lokakaflanum og átti skínandi leik, varði meðal annars vítakast. Björgvin Páll varði 10 skot samtals og Viktor Gísli 5 skot.

Alexander Peterson, Bjarki Már Elísson og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru markhæstir með 6 mörk hver, en markaskor dreifðist vel í liðinu. Guðjón Valur Sigurðsson kom ekki við  ögu í leiknum. Viggó Kristjánsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 4 mörk á korteri og fiskaði víti.

Lokaleikurinn í undanriðlinum er gegn Ungverjum á miðvikudag og er mjög mikilvægt að vinna þann leik til að komast með fjögur stig inn í milliriðilinn.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sagði í viðtali við RÚV að liðið hefði sýnt stórkostlegan leik. En ekkert væri í hendi og við verðum að vinna leikinn gegn Ungverjum á miðvikudag. Hann var því mjög ánægðir með að geta hvílt leikmenn í dag en margir leikmenn tóku þátt í leiknum á meðan aðrir fengu hvíld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Þórólfur varar við stórslysi: „Það sést ekkert hérna“

Þórólfur varar við stórslysi: „Það sést ekkert hérna“
Fréttir
Í gær

Anna Björg líkir heimilinu við fangelsi – Fatlaður sonur fær engan stuðning – „Þetta er búið að vera helvíti“

Anna Björg líkir heimilinu við fangelsi – Fatlaður sonur fær engan stuðning – „Þetta er búið að vera helvíti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta lægð kemur í kvöld: Snjókoma í öllum landshlutum

Næsta lægð kemur í kvöld: Snjókoma í öllum landshlutum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoða hvort Wuhan-veiran sé komin til Skotlands

Skoða hvort Wuhan-veiran sé komin til Skotlands