fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Dýrara á nýju ári

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. janúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áramótunum tökum við nýju ári fagnandi. Nýtt ár er óskrifað blað og ómögulegt að segja hvað verður. Það eru þó einhverjir hlutir sem við getum slegið föstum og tökum ekki endlega fagnandi og það eru hækkanir á verði og gjaldskrám sem oft eiga sér stað um áramót. DV tók saman nokkur dæmi um hærra verð sem fylgdi nýja árinu.

Eldsneytisgjöld

Bensíngjöld hækkuðu um 1,85 krónur á lítra. Kolefnisgjald hækkaði úr 9,10 í 10 krónur á lítra hvað bensín varðar og úr 10,40 í 11,45 hvað dísilolíu varðar.

Olíugjald hækkaði úr 62,85 krónur í 64,40 krónur á lítra.

Bifreiðagjald 

Hækkaði um 2,5 prósent.

Sektir við umferðarbrotum

Sekt fyrir að keyra gegn rauðu ljósi hækkaði úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund krónur. Hámarkssekt fyrir ölvunarakstur hækkaði um 60 þúsund, úr 210 þúsundum yfir í 270 þúsund.

Mjólk 

Verðlagsnefnd búvara ákvað að hækka lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum. Lágmarksverð mjólkur til bænda var 90,48 krónur en er 92,74 krónur. Heildsöluverð hækkaði um 2,5 prósent.

Áfengis- og tóbaksgjald 

Hækkaði um 2,5 prósent.

Nefskattur

Hækkaði úr 17.500 í 17.900.

Úrvinnslugjald á ökutæki

Hækkaði úr 350 krónum í 900 krónur.

Hækkanir hjá Reykjavík 

Listasafn Reykjavíkur hækkaði aðgöngugjald úr 1.800 krónum í 1.840 krónur.

Leikskólagjöld hækkuðu um 2,5 prósent.

Strætó hækkaði fargjöld um 2,3 prósent.

Stakt gjald í sund hækkaði úr 1.000 krónum í 1.030 krónur. Árskort fullorðinna hækkaði úr 34.000 krónum í 34.850 krónur

 

Ofangreint er lítil upptalning gjaldskráhækkuna sem birtist í helgarblaði DV. Ef lesendur vita um fleiri hækkanir sem eiga heima í þessari upptalningu endilega látið vita í athugasemdum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu