Laugardagur 25.janúar 2020
Fréttir

Dýrara á nýju ári

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. janúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áramótunum tökum við nýju ári fagnandi. Nýtt ár er óskrifað blað og ómögulegt að segja hvað verður. Það eru þó einhverjir hlutir sem við getum slegið föstum og tökum ekki endlega fagnandi og það eru hækkanir á verði og gjaldskrám sem oft eiga sér stað um áramót. DV tók saman nokkur dæmi um hærra verð sem fylgdi nýja árinu.

Eldsneytisgjöld

Bensíngjöld hækkuðu um 1,85 krónur á lítra. Kolefnisgjald hækkaði úr 9,10 í 10 krónur á lítra hvað bensín varðar og úr 10,40 í 11,45 hvað dísilolíu varðar.

Olíugjald hækkaði úr 62,85 krónur í 64,40 krónur á lítra.

Bifreiðagjald 

Hækkaði um 2,5 prósent.

Sektir við umferðarbrotum

Sekt fyrir að keyra gegn rauðu ljósi hækkaði úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund krónur. Hámarkssekt fyrir ölvunarakstur hækkaði um 60 þúsund, úr 210 þúsundum yfir í 270 þúsund.

Mjólk 

Verðlagsnefnd búvara ákvað að hækka lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum. Lágmarksverð mjólkur til bænda var 90,48 krónur en er 92,74 krónur. Heildsöluverð hækkaði um 2,5 prósent.

Áfengis- og tóbaksgjald 

Hækkaði um 2,5 prósent.

Nefskattur

Hækkaði úr 17.500 í 17.900.

Úrvinnslugjald á ökutæki

Hækkaði úr 350 krónum í 900 krónur.

Hækkanir hjá Reykjavík 

Listasafn Reykjavíkur hækkaði aðgöngugjald úr 1.800 krónum í 1.840 krónur.

Leikskólagjöld hækkuðu um 2,5 prósent.

Strætó hækkaði fargjöld um 2,3 prósent.

Stakt gjald í sund hækkaði úr 1.000 krónum í 1.030 krónur. Árskort fullorðinna hækkaði úr 34.000 krónum í 34.850 krónur

 

Ofangreint er lítil upptalning gjaldskráhækkuna sem birtist í helgarblaði DV. Ef lesendur vita um fleiri hækkanir sem eiga heima í þessari upptalningu endilega látið vita í athugasemdum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Í gær

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“
Fréttir
Í gær

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við
Fréttir
Í gær

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum