Laugardagur 25.janúar 2020
Fréttir

Ætla að leita réttar sín gegn Mountaineers of Iceland – „Ég hélt að við hefðum þetta ekki“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 12. janúar 2020 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barry Maxey og Michelle Smith frá Englandi voru meðal ferðamannana í ferð Mountaineers of Iceland sem þurfti að bjarga í storminum á þriðjudag. Þau eru komin heim til Englands og deila sögu sinni með The Cumberland News.

„Við lögðum af stað um hádegi og vorum komin að íshellinum um tvö. Stormurinn skall á um þrjú sem stytti ferðina okkar. Fyrirtækið vissi af yfirvofandi stormi en ákvað engu að síður að fara í ferðina.”

„Síðan liðu klukkustundirnar án þess að storminn lægði svo við neyddumst til að grafa okkur skjól úr snjó og þjappa okkur saman til að halda á okkur hita”

Barry og Michelle segja klukkustundirnar í storminum hafa verið skelfilegar og óttuðust þau um líf sitt.

„Það voru fjórir einstaklingar frá Brasilíu með okkur, þar á meðan 15 ára drengur. Þar sem við komum frá Cumbria vissum við að aðstæður gætu orðið erfiðar svo við vorum með mikið af fatnaði með okkur. Ég vafði drenginn inn í föt af mér, til að halda á honum hita,” sagði Barry.

„Það var ískalt. Ég hélt að við hefðum þetta ekki af í ljósi þess hversu lengi við vorum þarna og hversu slæmur stormurinn var.”

„Hjálp barst þó að lokum og við þurftum öll að leiðast í gegnum svartniðamyrkur að lítilli rútu. Við komum svo heim á hotel klukkan tvö um nóttina.”

Barry telur æðri mátt hafa vakað yfir þeim Michelle þennan dag og segja íslensku björgunarsveitirnar og rauða krossinn frábær og hafi reynst þeim vel.

Honum þykir þó verulega athugavert að fyrirtækið hafi ákveðið að fara í þessa ferð og hafi þar að auki haft engan búnað til að nýta í neyðartilvikum.

Einnig gagnrýnir hann það að starfsmenn hafi ekki haft samband við neyðaraðila fyrr en klukkan níu um kvöldið, sex tímum eftir að stormurinn skall á.

„Ég er gáttaður á því að virt fyrirtæki sem þetta, hafi ekki tekið neinn aukabúnað til að nýta í neyðartilvikum. Það vekur líka áhyggjur að þeir hafi beðið þetta lengi með að óska eftir hjálp.“

„Ég fékk frostbit og Michelle slasaðist á ökla“

Michelle og Barry ætla að ráða lögmann til að leita réttar síns gegn Mountaineers of Iceland.

Frétt The Cumberland News

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Í gær

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“
Fréttir
Í gær

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við
Fréttir
Í gær

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum