Laugardagur 25.janúar 2020
Fréttir

Prjónað fyrir dýrin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. janúar 2020 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir skógareldar hafa valdið stórfelldu tjóni í Ástralíu og ekki sér fyrir endann á hörmungunum. Talið er að um milljarður dýra hafi drepist í hörmungunum. Mörg eru slösuð og ungviði móðurlaust. Þeirra á meðal er fjöldi pokadýra sem eiga nú um sárt að binda. Pétur Oddbergur Heimisson og Erin Jade Turner stóðu fyrir uppákomu á Kex hostel í vikunni þar sem ákalli ástralskra dýraverndunarsamtaka var svarað í formi þess að prjóna poka fyrir pokadýr í Ástralíu. Viðburðurinn vatt þó upp á sig þar sem margir hafa sýnt framtakinu áhuga.

„Ég er Ástrali (frá Sidney) í Reykjavík. Ég kom fyrst til Íslands árið 2013 og hér hef ég búið meirihluta síðustu fimm ára ásamt maka mínum. Ég flaug frá Íslandi til Ástralíu í byrjun desember. Þegar ég yfirgaf Ástralíu var Sidney þakin þykkum reyk og aska féll frá himnum. Ég hef svo fylgst með aðstæðum versna frá Íslandi,“ skrifaði Erin á Facebook-síðuna Skógareldarnir í Ástralíu – Prjónað fyrir dýrin í Ástralíu.

Erin segir viðbrögð við prjónaátakinu hafa verið mjög góð. „Viðbrögðin sem við höfum fengið frá öllum landshlutum eru dásamleg og ég (fyrir hönd Ástrala) get ekki þakkað ykkur nægilega mikið.“

Þeir sem vilja leggja pokadýrunum lið geta farið á fyrr nefnda Facebook síðu, en þar er að finna uppskriftir að pokunum ásamt leiðbeiningum.

Erin og Pétur munu taka á móti pokum á Kex hostel þann 3. febrúar frá milli klukkan 10 og 20. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Banaslysið í Hestfirði – Talinn hafa sofnað undir stýri

Banaslysið í Hestfirði – Talinn hafa sofnað undir stýri
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu
Fréttir
Í gær

Guðjón segir að það verði ekki náttúruöflin sem hrekja íbúana á brott heldur sterk og lítt sýnileg öfl

Guðjón segir að það verði ekki náttúruöflin sem hrekja íbúana á brott heldur sterk og lítt sýnileg öfl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við