fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Fréttir

Jón Ólafur húðskammar Pál Baldvin – Sakar hann um grófan ritstuld -„Strákstaulinn hefur ekki skrifað neitt af þessu sjálfur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 11. janúar 2020 17:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ólafi Björgvinssyni, pistlahöfundi hjá Trölla.is brá mikið í brún þegar hann fletti í gegnum bókina Síldarárin 1867-1969 eftir blaðamanninn, og bókmenntafræðinginn Pál Baldvin Baldvinsson.

Hann skrifar um málið ítarlegan pistil sem birtist á trolla.is þar sem hann rekur meintan ritstuld og mætti segja að hann húðskammi Pál Baldvin.

Óviljugur að kalla Pál höfund

„Titlaður höfundur er Páll Baldvin Baldvinsson en ég er frekar óviljugur í að gefa honum sjálfum höfundarnafnið af þessu verki vegna þess að hjá lesendum geta komið upp óvissa og spurningar um hvort að hann sjálfur hafi skrifað meira en kannski 1 % af þeim orðum sem birtast á þessum 1.152 blaðsíðum sem er líklega minna en það sem til dæmis í algjöru leyfisleysi tekur að „láni“ og notar minnst sagt frjálslega frá mér og mínum skrifum á siglo.is“

Jón Ólafur segist þó hafa haft gaman af því að fletta í gegnum bókina en heimildarskrá sé verulega ábótavant, auk annara vankanta.

„Þetta mikilvæga atriði með að vísa rétt í heimildir á bókmenntafræðingurinn og fyrrverandi ritsjórinn Páll Baldvin að vita og það sama gildir um ritstjórn Forlagsins sem stendur á bakvið útgáfu á þessu annars vel útlýtandi verki. En þetta er kannski “ný tíska” í sagnaritun á Íslandi í dag…en hvað veit ég svo sem um það?“

Kannaðist við sögu sem sitt eigið ritverk

Í bókinni birtist saga með nafninu Sumartúr til Íslands. Hana fannst Jóni hann kannast við, enda skrifaði hann hana sjálfur.

„ÉG skrifaði hana sjálfur eða réttara sagt þýddi og endursagði hana og birti með leyfi á siglo.is fyrir nokkrum árum. Þarna er hún stytt og ekki nefnt hver segir frá eða skráði eða þýddi söguna og í heimildaskrá er bara sagt “sótt á Siglo.is í júlí 2019“ plús löng skrifuð slóð á greinina og það er svo skrítið að þegar ég ýti á þessa slóð í bókinni þá gerist ekki neitt ??“

Í engu sé nafn hans getið í heimildaskrá heldur aðeins vísað til siglo.is síðunnar ásamt slóð. Þó svo kannski sé þarna ekki um höfundaréttarbrot að ræða þá sé Páll Baldvin búinn að brjóta gegn Sæmdarrétt. Í þeim rétti felist meðal annars rétturinn til að taka verk sín úr umferð. „En hvernig get ég tekið ritefnið mitt úr bókinni hans Páls Baldvins“.

Jóni Ólafi þykir einnig undarlegt að þarna sé texta hans stolið sem hafi verið aðgengilegur fólki, þeim að kostnaðarlausu, um árabil og hann í reynd boðinn til sölu. Furðulegt en satt!“

Ekki betri maður en ungur skólastrákur í 10. bekk

Bak við söguna sem Jón Ólafur sakar Pál um að hafa stolið hafi legið 100 klukkustunda sjálfboðavinna og því ámælavert að nafn hans sé hvergi getið.

„Ég vil að það komi skýrt fram hér og nú að sá sem segir söguna og fór í þennan svokallaða „Sumartúr til Íslands“ hét Johan Bäck og það var sonur hans Edmond Bäck sem skráði. Sagan var varðveitt hjá félagskap sem heitir „De seglade för Tjörn“ og birtingarleyfið kom þaðan. Svona atriði eru mjög mikilvæg fyrir MIG Páll Baldvin og ættu að vera það fyrir þig og þína ritstjórn líka.“

Hann beinir svo orðum sínum til Páls sjálfs

„Í þessu tilfelli Pál Baldvin verður þú ekki betri maður en ungur skólastrákur í 10, bekk sem skilar inn ritgerð og þegar kennarinn Googlar textann þá kemur í ljós að strákstaulinn hefur ekki skrifað neitt af þessu sjálfur.“

„Og þú skalt vita Páll Baldvin að þegar einhver ræðst á og misnotar rit-börnin mín og hugarfóstur þá er ég rétt eins og aðrir tilbúinn að verja þau með kjafti og klóm. Sem og allt annað efni sem til er á okkar svo ástkæra gamla góða Siglufjarðar bæjarfréttavefmiðli siglo.is.

Páll Baldvin biðst afsökunnar en neitar að standa í stælum

Páll Baldvin svarar Jóni Ólafi svo í athugasemd við pistilinn. Þar segir hann að mistök hafi átt sér stað við frágang heimildarskrár bókarinnar.

Þetta er miður og áafsakanlegt, en nákvæm tilvísun fór framhjá mér, ritstjóra og prófarkarlesurum. Bið ég afsökunar á þessum mistökum því ekkert er fjarri okkur sem unnum ritið til prentunar að sleppa svo mikilvægum upplýsingum.

Ég skil mætavel að Jóni sé misboðið og hef ítrekað við hann í personulegum samskiptum okkar síðustu sólarhringa að mér þyki það miður að svona skyldi fara og get fullvissað hann og aðra að það var ekki af ásetningi.

Hvað varðar ýmsar aðrar ávirðingar sem Jól rakur í pistlinum hér að ofan er rétt að taka fram að ritið er sett saman ú þúsundum textabrot og er hvergi dregin dul á það enda vísað til heimilda bæði í tilvitnanaö og heimildaskrá, auk þess sem í mörgum tilvikum er í lok hvers kafla vísað í heimild og tímasetningu textans. Ekki ætla ég á björtum vetrardegi að standa í stælum við Jón um verklag mitt. Lesendur geta dæmt um það sjálfir en á því ber ég að sjálfsögðu ábyrgð. Góðar stundir.

Jón Ólafur þakkar Páli þá fyrir að hafa „brotið odd af oflæti sínu“ og svarað ávirðingum hans. Það hafi hins vegar tekið Jón Ólaf yfir viku að fá slíka afsökunnarbeiðni.  Hann segir málið þó snúast um meira en þá tvo heldur mikilvæg prinsipp.

„Mikilvægum prinsíp málum sem þú og Forlagið verða að reyna að skilja með því að sýna mér allavegana núna þá litlu virðingu að lesa þessa á deilu grein vel og vandlega og taka innihaldið til alvarlegrar íhugunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stjórn GAMMA krefur fyrrum starfsmenn um endurgreiðslu bónusa

Stjórn GAMMA krefur fyrrum starfsmenn um endurgreiðslu bónusa
Fréttir
Í gær

Seldist upp á jólahlaðborð Hótel Geysis á tveim dögum – „Við erum afar þakklát fyrir þá tryggð“

Seldist upp á jólahlaðborð Hótel Geysis á tveim dögum – „Við erum afar þakklát fyrir þá tryggð“
Fréttir
Í gær

Ók á konu og hund hennar á Hörgárbraut – Greiðir tvær milljónir í bætur

Ók á konu og hund hennar á Hörgárbraut – Greiðir tvær milljónir í bætur
Fréttir
Í gær

Páll slasaðist mikið og var næstum dáinn í Færeyjum – „Ég skarst svo mikið í andliti og á höfði að það var lítið eftir“

Páll slasaðist mikið og var næstum dáinn í Færeyjum – „Ég skarst svo mikið í andliti og á höfði að það var lítið eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona látin afklæðast á Keflavíkurflugvelli – Haldið í 10 tíma af lögreglu að ósekju

Kona látin afklæðast á Keflavíkurflugvelli – Haldið í 10 tíma af lögreglu að ósekju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á ferð í miðborginni með stórt sverð og þrjár ferðatöskur

Á ferð í miðborginni með stórt sverð og þrjár ferðatöskur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Átök við Dominos Skeifunni – Sauð upp úr á milli pizzusendils og manns á rafhlaupahjóli

Átök við Dominos Skeifunni – Sauð upp úr á milli pizzusendils og manns á rafhlaupahjóli