fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Fréttir

Verkfallsaðgerðir undirbúnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. janúar 2020 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Félagsmenn þurfa að samþykkja tillöguna og er undirbúningur hafinn á skrifstofum Eflingar fyrir atkvæðagreiðslu. Samkvæmt tillögunni verða hálfir og heilir verkfallsdagar með stigvaxandi þéttleika fyrri hluta febrúarmánuðar og ótímabundið verkfall frá mánudeginum 17. febrúar.

Ákvörðun um að leggja fram tillögu um verkfallsboðun var tekin að loknum samningafundi í dag hjá ríkissáttasemjara. Viðræður halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða. Óskaði nefndin í dag eftir samningafundi með Reykjavíkurborg næstkomandi fimmtudag.

„Reykjavíkurborg hefur enga viðleitni sýnt til að koma til móts við vanda láglaunafólksins sem heldur uppi grunnþjónustu borgarinnar eða til að standa við eigin fagurgala um borgina sem vinnustað jöfnuðar. Reykjavíkurborg hefur sýnt starfsfólki sínu á lægstu laununum vanvirðingu í þessum viðræðum, með framkomu sinni, töfum og sinnuleysi,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Við höfum fengið nóg. Við krefjumst þess að gengið verði frá sanngjörnum samningi sem fyrst. Við bindum vonir við fundinn í næstu viku.“

Nánari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslu verða birtar á næstu dögum.

Rúmlega 1800 starfsmenn Reykjavíkurborgar starfa undir kjarasamningi Eflingar. Þar af eru yfir 1000 á leikskólum, 710 í umönnunarstörfum á Velferðarsviði og um 140 í fjölbreyttum störfum á Umhverfis- og skipulagssviði.

Tillaga samninganefndar Eflingar um vinnustöðvun er eftirfarandi:

 

Tillaga um vinnustöðvun hjá Reykjavíkurborg

Fundur samninganefndar Eflingar – stéttarfélags gagnvart Reykjavíkurborg haldinn 10. janúar 2020 kl. 13:30 í salarkynnum Ríkissáttasemjara, Borgartúni 21, samþykkir að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar skv. 15. grein laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.

Samningaviðræður um framlagðar kröfur Eflingar – stéttarfélags vegna endurnýjunar kjarasamnings við Reykjavíkurborg fyrir hönd félagsmanna Eflingar hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Yfirlýsing um að félagið telji viðræðurnar árangurslausar var send til ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborgar þann 20. desember 2019 og staðfest á fundi 10. janúar 2020.

Vinnustöðvunin tekur til félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkurborg skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar – stéttarfélags sem rann út þann 31. mars 2019. Vinnustöðvunin tekur til allra þeirra starfa sem unnin eru samkvæmt ofangreindum samningi.

Vinnustöðvunin er með þeim hætti að félagsmenn leggja niður vinnu annars vegar tímabundið á tilgreindum dögum og hins vegar ótímabundið frá tiltekinni dagsetningu.

 

  • Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 á hádegi og fram til klukkan 23:59.
  • Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.

 

  • Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:00 á hádegi og fram til klukkan 23:59.
  • Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.
  • Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.

 

  • Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það.

 

F.h. samninganefndar Eflingar – stéttarfélags gagnvart Reykjavíkurborg

Sólveig Anna Jónsdóttir,
formaður Eflingar – stéttarfélags

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stjórn GAMMA krefur fyrrum starfsmenn um endurgreiðslu bónusa

Stjórn GAMMA krefur fyrrum starfsmenn um endurgreiðslu bónusa
Fréttir
Í gær

Seldist upp á jólahlaðborð Hótel Geysis á tveim dögum – „Við erum afar þakklát fyrir þá tryggð“

Seldist upp á jólahlaðborð Hótel Geysis á tveim dögum – „Við erum afar þakklát fyrir þá tryggð“
Fréttir
Í gær

Ók á konu og hund hennar á Hörgárbraut – Greiðir tvær milljónir í bætur

Ók á konu og hund hennar á Hörgárbraut – Greiðir tvær milljónir í bætur
Fréttir
Í gær

Páll slasaðist mikið og var næstum dáinn í Færeyjum – „Ég skarst svo mikið í andliti og á höfði að það var lítið eftir“

Páll slasaðist mikið og var næstum dáinn í Færeyjum – „Ég skarst svo mikið í andliti og á höfði að það var lítið eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona látin afklæðast á Keflavíkurflugvelli – Haldið í 10 tíma af lögreglu að ósekju

Kona látin afklæðast á Keflavíkurflugvelli – Haldið í 10 tíma af lögreglu að ósekju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á ferð í miðborginni með stórt sverð og þrjár ferðatöskur

Á ferð í miðborginni með stórt sverð og þrjár ferðatöskur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Átök við Dominos Skeifunni – Sauð upp úr á milli pizzusendils og manns á rafhlaupahjóli

Átök við Dominos Skeifunni – Sauð upp úr á milli pizzusendils og manns á rafhlaupahjóli