fbpx
Föstudagur 30.október 2020
Fréttir

Rútuslys við Blönduós – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. janúar 2020 17:37

Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan fimm varð rútulys við þjóðveg 1, skammt sunnan við Blönduós. Kemur þetta fram í stuttri tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Samkvæmt frétt á vef RÚV var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til vegna slyssins og fór hún á vettvang. Björgunarsveitir eru einnig á vettvangi.

Uppfært kl. 17:57:

Samhæfingarstöð í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna rútuslyssins. Allir viðbragðsaðilar á svæðinu hafa verið boðaðir, lögregla og sjúkraflutningamenn eru þegar á staðnum.

Ekki er frekari upplýsingar að hafa um slysið og ekki er vitað hvað margir slösuðust né ástand þeirra.

Uppfært kl. 18:45:

Samkvæmt frétt mbl.is er búið að flytja alla farþeg­ana á Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands á Blönduósi og í fjölda­hjálp­ar­stöð Rauða kross­ins. Þá verða ein­hverj­ir flutt­ir með þyrlunni til Reykja­vík­ur. Þjóðveg­ur eitt er lokaður.

Samkvæmt frétt RÚV voru 40 manns í rútunni en ekki er vitað hve alvarleg meiðsl fólksins eru.

Samkvæmt frétt mbl.is er talið ólíklegt að nokkur hinna slösuðu séu lífshættulega slasaðir.

Uppfært 19:45:

Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur en hinir farþegarnir, um 40 manns, voru fluttir í Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Ekki er talið að neinn hafi slasast lífshættulega en einhverjir hlutu beinbrot.

Farþegarnir eru háskólanemar sem voru á leið í skíðaferð til Akureyrar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Lést af COVID-19

Nýlegt

Lést af COVID-19
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrettánda COVID-andlátið

Þrettánda COVID-andlátið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnanleg árás í Langholtshverfi – Tveir menn réðust á par inni í bíl

Óhugnanleg árás í Langholtshverfi – Tveir menn réðust á par inni í bíl
Fréttir
Í gær

Kókaður og drukkinn ökumaður reyndi að klína sökinni á annan

Kókaður og drukkinn ökumaður reyndi að klína sökinni á annan
Fréttir
Í gær

Viljinn lifir – Björn Ingi sleppur við gjaldþrot

Viljinn lifir – Björn Ingi sleppur við gjaldþrot
Fréttir
Í gær

Forsvarsmaður Steðja boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna netsölu á bjór – „Erum að fá gríðarlegar undirtektir“

Forsvarsmaður Steðja boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna netsölu á bjór – „Erum að fá gríðarlegar undirtektir“
Fréttir
Í gær

Móðir Ólívers biður fólk um að sýna ekki dómhörku – „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“

Móðir Ólívers biður fólk um að sýna ekki dómhörku – „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ungmenni sýknuð þó að hrottaleg árás með hrossháraklippum og rafmagnsrakvél þyki fullsönnuð

Fimm ungmenni sýknuð þó að hrottaleg árás með hrossháraklippum og rafmagnsrakvél þyki fullsönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Jónsson gefur út alræmda bók þar sem helförinni er afneitað – „Takk fyrir að hringja“

Björn Jónsson gefur út alræmda bók þar sem helförinni er afneitað – „Takk fyrir að hringja“