fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Leigudeilur farnar úr böndunum á Suðurnesjum – Öxi, piparúða beitt og skrúfur settar í saltfiskinn

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 15. september 2020 19:12

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Massimo Luppi er ítalskur að uppruna en hefur á undanförnum árum rekið fyrirtækið DAMA BLU ehf. sem vinnur fisk. Til þess hefur Massimo leigt húsnæði í Garðinum á Suðurnesjum. Massimo hefur búið ásamt eiginkonu sinni og barni á Íslandi í áraraðir og rekið sitt fyrirtæki með miklum sóma, að því er heimildir DV herma.

Í ágúst í fyrra gerði fyrirtæki Massimos leigusamning og tók þar DAMA BLU ehf. á leigu atvinnuhúsnæði sem Massimo nýtti undir fiskvinnslu sína. Leigusamningurinn var tímabundinn til tveggja ára og er því í gildi til 1. september 2021.

Við undirritum leigusamnings mun það hafa legið fyrir að Massimo hygðist nýta húsnæðið til fiskvinnslu, auk þess sem skráður tilgangur félagsins DAMA BLU í fyrirtækjaskrá er einmitt fiskvinnsla. Að sögn málkunnugra var það forsenda leigusamningsins að fiskvinnsluvélar í samliggjandi húsnæði fylgdu með. Voru þær færðar á milli húsa u.þ.b. viku eftir undirritun leigusamningsins. Massimo nýtti sér þessar vélar fyrstu sjö mánuðina athugasemdalaust, eða þar til honum barst krafa frá leigusalanum fyrir afnot af vélunum. Krafan vakti furðu Massimo en hann ákvað að verða við óskum leigusalans og mótmælti þeim ekki efnislega. Aukagreiðslurnar samþykkti hann því.

Samningi rift á vafasömum forsendum

Um miðjan apríl þessa árs varð Massimo svo var við það að farið hafði verið inn í húsið að næturlagi og búnaður nauðsynlegur Massimo og rekstri hans verið fjarlægður. Massimo taldi leigusalann vera hér að verki og undraðist hann þetta mjög þar sem hann hafði talið sig taka tækin á leigu í upphaflegum leigusamningi og svo síðar samþykkt að greiða fyrir þau sérstakar greiðslur.

Í lok apríl lagði leigusalinn svo fram yfirlýsing um að leigusamningnum væri rift og vísaði í ákvæði í húsaleigulögum sem heimilar leigusala að rifta samningi ef leigjandi „gerist sekur um persónulega meingerð gagnvart leigusala eða fjölskyldu hans.“ Mun leigusalinn jafnframt hafa kært Massimo fyrir líkamsárás og sagði að þegar hann hafi komið til þess að sækja tækin sem Massimo hafi gefið leyfi til þess að taka hafi Massimo ráðist á hann fyrirvaralaust.

Massimo vill meina að sú líkamsárásarkæran sé með öllu tilefnislaus og að hún sé einungis liður í fyrirætlun leigusalans um að ná Massimo út með fyrrnefndu lagaákvæði. Massimo neitaði að samþykkja riftun leigusamningsins og sat sem fastast í húsnæðinu.

Í maí sögðu lögmenn Flexa Seafood að riftunin stæði af þeirra hálfu.

Myndavélar fönguðu innbrot

Heimildarmenn DV herma að í sumar hafi svo tveir menn komið á vinnustað Massimo og haft uppi hótanir gagnvart honum. Var honum gert ljóst að hann skyldi yfirgefa húsnæðið, ellegar yrðu slæmar afleiðingar fyrir hann.

Í kjölfar ítrekaðra innbrota í húsnæðið setti Massimo upp öryggiskerfi með myndavélum í húsnæðið. 1. september s.l. vaknaði Massimo svo við viðvörunarkerfi öryggiskerfisins og fylgdist með í öryggismyndavélum er þrír menn athöfnuðu sig í fiskvinnslunni sinni. Massimo hringdi á lögreglu og brunaði svo sjálfur niður í fiskvinnsluna. Við honum tók þar niðamyrkur og rafmagnsleysi, en innbrotsþjófarnir höfðu slegið rafmagninu út. Það næsta sem Massimo veit er að úða er sprautað í augun á honum sem blindar hann. Þrátt fyrir tímabundna blindu tókst Massimo að skríða út úr húsi þar sem hann mætir lögreglu.

Ummerki eftir innbrotið. Eigur Massimo voru skemmdar. mynd/aðsend

Í áverkavottorði sem DV hefur undir höndum kemur fram að „einhverju eiturefni“ hafi verið skvett framan í andlit Massimo og að hann „fékk mikið magn í vinstra auga.“ Massimo náði að greina 4 fingur úr 50 cm fjarlægð við læknisskoðun en ekki úr tveggja metra fjarlægð. Enn fremur greindi læknir hann með „roða í conjunctivu.“

Innbrotsmennirnir þrír sem Massimo stóð að verki höfðu unnið skemmdir á eignum inni í húsnæðinu, brotið þar og bramlað og m.a. komið skrúfum og öðru drasli fyrir í pökkuðum fisk. Þá voru mennirnir vopnaðir piparúða hið minnsta, en svo fannst öxi falin í einu fiskikarinu daginn eftir árásina sem Massimo heldur fram að hafi borist með mönnunum. Sjá má myndir af exinni og skrúfunum neðar í fréttinni.

Tímabundin blinda og óvinnufærni

Massimo var óvinnufær í tvo daga eftir árásina og glímdi við tímabundna blindu af völdum hennar. Massimo hefur kært árásina til lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt heimildum DV hefur ekki verið gripið til aðgerða af hálfu lögreglu til að sporna við ítrekuðum innbrotum og skemmdarverkum og fjárhagstjóni af völdum þeirra.

DV leitaði eftir staðfestingu lögreglu á að kæra hafi borist  en hafði ekki borist svör þegar þessi frétt var birt.

Skrúfum og drasli var dreift í fisk Massimo. mynd/aðsend
Öxin sem skilin var eftir á vettvangi mynd/aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus