fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fréttir

Lögmanni fjölskyldunnar blöskrar umræðan: „Það er fráleitt að kalla hann öfgamann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. september 2020 22:19

Ibrahim Kehdr. Mynd: Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þekki þetta fólk persónulega mjög vel og þetta er mjög gott fólk, manni sárnar að sjá þessa umfjöllun sem hann er að fá, þar sem hann er kallaður öfgamaður. Það er fráleitt að kalla hann það og þeir sem hafa stigið fram og verið að gagnrýna hann og skjóta á hann, þeir einfaldlega eru ekki vel kunnugir sögu Múslímska bræðralagsins,“ segir Magnús Davíð Norðdal, lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar sem send verður úr landi á miðvikudag ef úrskurði Útlendingastofnunar þess efnis verður ekki hnekkt eða réttaráhrifum hans frestað.

Fjölskyldufaðirinn Ibrahim Kehdr hefur verið gagnrýndur fyrir að vera í Múslímska bræðralaginu sem er bendlað við íslamska bókstafstrú og hryðjuverk en Magnús telur málið ekki svo einfalt, enda samtökin afar stór. Í sama streng tekur Sverrir Agnarsson, sem er múslimi og fróður um heim Íslams en við víkjum að því síðar í fréttinni.

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Ibrahim er Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og blaðamaður og Staksteinar Morgunblaðsins birtu gagnrýni hans í dag.

Sjá einnig: Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“

Páll segir meðal annars: „Egypt­inn sem kom hingað með fjöl­skyldu sína lýs­ir stolt­ur yfir því að hann til­heyri Bræðralagi múslima. Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök, áhöld eru um hvort þau séu hryðju­verka­sam­tök. Egypt­inn upp­fyll­ir ekki skil­yrði til að fá land­vist hér á landi. Sé hon­um veitt land­vist bitn­ar það á öðrum, sem eru verðugri.“

„Ég held að þetta byggi á gríðarlegri fáfræði og vanþekkingu á þessu bandalagi. Þetta er ekki rétt,“ segir Magnús.

Magnús bendir á að stjórnvöld hér beri ekki brigður á frásögn fjölskyldunnar um að fjölskyldufaðirinn hafi orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi á sínum tíma en þau telji að fjölskyldan eigi að geta verið örugg þar núna. Þessu er Magnús ósammála. „Ef þú tilheyrir þessum samtökum í þessu landi þá áttu mjög undir högg að stækja. Það liggur fyrir að hann tók þátt í stjórnmálastarfi í Egyptalandi og gagnrýndi núverandi stjórnvöld. Hann hefur lýst því að hann lenti í morðtilraun, reynt var að ræna einu af börnum hans og þetta er hann að flýja,“ segir Magnús.

Fjölskyldan kom hingað frá Egyptalandi með millilendingu í öðru landi. Þau voru ekki hælisleitendur annars staðar og því er ekki um að ræða mál þar sem beitt er ákvæði úr Dyflinnar-reglugerðinni og hælisleitandi sendur aftur til síðasta örugga landsins sem hann dvaldist í án málsmeðferðar hérlendis. Fjölskyldan fékk málsmeðferð en beiðni hennar var hafnað. Því verður fólkið sent til Egyptalands og þar telur Magnús að þeim sé ekki vært. Það séu þó ekki einu ástæðurnar fyrir því að leyfa þeim að vera hér áfram:

„Þegar málið þróast þá verða til aðrar sjálfstæðar málsástæður. Þegar þau komu hingað til lands var yngsta barnið hálfs árs en er tveggja og hálfs árs núna, þannig að þessi fjögur börn hafa aðlagast hér á landi. Óháð öllum skoðunum sem menn geta haft á ástandinu í Egyptalandi þá hafa þau verið hér og aðlagast samfélaginu. Það er ómannúðlegt að rífa þau upp og vísa þeim úr landi, ég held að það sé kjarni málsins í dag,“ segir Magnús.

Kærunefnd eða ríkisstjórnin geta komið í veg fyrir brottflutning

„Það liggja fyrir þrjár kröfur hjá kærunefnd útlendingamála, tvær um endurupptöku og ein um frestun réttaráhrifa. Ef kærunefnd útlendingamála felst á eina af þessum kröfum þá kemur ekki til þessarar brottvísunar,“ segir Magnús, en hinn möguleikinn á því að fólkið fái að vera hér áfram gæti legið í frumkvæði hjá ríkisstjórninni:

„Síðan getur ríkisstjórnin auðvitað gripið inn í. Þó að þetta heyri undir dómsmálaráðherra og hún sé þeirrar skoðunar að það eigi ekki grípa inn í þessu mál og vilji ekki beita sér, þá er hún hluti af þeirri heild sem ríkisstjórnin er og forsætisráðherra landsins hefur lýst yfir stuðningi við fjölskylduna og sagt að það sé ómannúðlegt að vísa börnunum úr landi og öðrum börnum í sambærilegri stöðu. Málið getur því leystst á morgun með því að kærunefnd útlendingamála fallist á eina af þessum kröfum eða ríkisstjórnin leysi málið. Fjölskyldan bindur vonir við að málið leysist annaðhvort hjá kærunefnd útlendingamála eða hjá stjórnmálamönnum.“

Mannréttindabrot í Egyptalandi

Sverrir Agnarsson bendir á svarta skýrslu mannréttindasamtakanna Human Right Watch um ástandið í Egyptalandi. Nefnir hann til sögunnar fjöldamorð stjórnvalda árið 2013 er skotið var á friðsama mótmælendur og um 1.150 manns voru myrt. Human Right Watch lýsi þeim morðum sem glæp gegn mannkyni. Síðan segir Sverrir: „Það sem ekki kemur fram í þeirra greinargerð er að margir voru skotnir á færi samkvæmt aftökulistum og það voru ekki framámenn í Bræðralaginu skotnir heldur unglingar þeim tengdir, vinir og ættingar. Það var einhverskonar forleikur fyrir leiðtoganna sem síðan voru teknir til pyntinga hunduðum saman og hunduð þeirra eru horfnir.“

Sjá nánar með því að smella á tengilinn hér að neðan:

 

Boðað til samstöðufundar

Boðað hefur verið til samstöðufundar með Kehdr-fjölskyldunni á Austurvelli á morgun frá kl. 16 til 19.

Sjá Facebook-viðburð fundarins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Forseti Tansaníu segir guð og gufubað, en ekki andlitsgrímur lækna Covid-19

Forseti Tansaníu segir guð og gufubað, en ekki andlitsgrímur lækna Covid-19
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni
Fréttir
Í gær

Sakar Félag atvinnurekenda um grímulausa hagsmunabaráttu – „Náðarfaðmur Ríkisins er þægilegur“

Sakar Félag atvinnurekenda um grímulausa hagsmunabaráttu – „Náðarfaðmur Ríkisins er þægilegur“
Fréttir
Í gær

Stórundarleg brasksíða á Facebook í nafni Bjarkar Guðmundsdóttir – Fólki lofað peningum

Stórundarleg brasksíða á Facebook í nafni Bjarkar Guðmundsdóttir – Fólki lofað peningum
Fréttir
Í gær

Bróðir árásarþolans í Borgarnesi tjáir sig – Kom til að passa hús og kött mannsins sem réðst á hann

Bróðir árásarþolans í Borgarnesi tjáir sig – Kom til að passa hús og kött mannsins sem réðst á hann
Fréttir
Í gær

Merki á búningi íslenskrar lögreglukonu vekur athygli – „Áhugavert að lögreglan beri þekkt haturstákn“

Merki á búningi íslenskrar lögreglukonu vekur athygli – „Áhugavert að lögreglan beri þekkt haturstákn“