fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fréttir

Hart deilt um mál Ólafs Hand: „Finnst þér í lagi að draga saklausan mann í gegnum dómskerfið í mörg ár?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. september 2020 10:49

Ólafur Hand og Kolbrún Anna eiginkona hans. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitar umræður voru um mál Ólafs William Hand á Bylgjunni í morgun. Ólafur var í sumar sýknaður í Landsrétti af ákæru um ofbeldi gegn barnsmóður sinni eftir að hafa verið sakfelldur í héraðsdómi. Ekki stóð steinn yfir steini í dómi héraðsdóms samkvæmt niðurstöðu Landsréttar. Eitt og hálft ár liðu á milli dóms héraðsdóms og dóms Landsréttar og málið sjálft er orðið fjögurra ára gamalt.

Málið er orðið meira en fjögurra ára gamalt en sumarið 2016 fór barnsmóðir Ólafs inn á heimili hans og eiginkonu hans og kom til átaka. Fyrir utan var lögreglumaður sem sambýlismaðurinn hafði kvatt á vettvang, á röngum forsendum að því er lögreglumaðurinn vitnaði um fyrir dómi. Dóttir Ólafs og konunnar var þá stödd á heimilinu en barnsmóðirin átti að sækja hana um tveimur tímum síðar og ætlaði með hana í ferð til Indónesíu. Til átaka kom á heimilinu. Ólafur og eiginkona hans Kolbrún Anna Jónsdóttir kærðu barnsmóðurina fyrir húsbrot. Barnsmóðirin kærði þau fyrir líkamsárás. Kæra Ólafs og Önnu leiddi ekki til ákæru en þau hjónin voru ákærð fyrir líkamsárás. Anna var sýknuð í héraði en Ólafur sakfelldur. Þessum dómi sneri síðan Landsréttur við með mjög afdráttarlausum hætti.

Sjá einnig: Ólafur Hand með þungar ásakanir

Í morgun mættu lögfræðingarnir og þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Brynjar Níelsson á Bylgjuna og ræddu málið. Brynjari sagði að baráttuöfl í samfélaginu beittu lögreglu og dómstóla miklum þrýstingi:

„Það er bara þannig að stundum eru menn sýknaðir og stundum eru þeir sakfelldir. Ég hef oft gert athugasemdir við meðferð þessara mála. Það er gífurlegur þrýstingur í þessum málaflokki og fleirum, um ákæru og sakfellingu. Það hafa verið mótmæli fyrir utan lögreglustöð af því einhver sem var ásakaður var ekki í gæsluvarðhaldi. Það eru birtar myndir af dómurum á forsíðu ef þeir hafa sýknað. Ýmsir hópar hafa mikil afskipti af framgangi rannsókna og niðurstöðu mála hjá lögreglu og ákæruvaldi. Allt þetta er hluti af einhverju hugarfari og einhverri baráttu. Allt hefur þetta áhrif. Fjölmiðlamenn sumir djöflast á meðan málið er til meðferðar. Það er þrýst á atvinnurekendur að losa sig við menn.

Allt hefur áhrif á alla og þess vegna segir maður að dómstólar verði að vera klettur í hafinu og verja réttarríkið. En það er alltaf verið að sækja að þeim. Í mínum huga er verið að vega að kerfinu okkar. Það er krafa í samfélaginu um að sá sem er ásakaður sé sakfelldur.“

Helga Vala sagðist hafa meiri trú á dómurum landsins en að þeir sveifluðust út frá ummælum í kommentakerfum. Við verðum að passa okkur á að grauta ekki saman athugasemdum á samfélagsmiðlum og ákæruvaldinu. Það örlaði á því í þessu viðtali í gær,“ sagði Helga Vala og vísaði til viðtals Bylgjunnar við Ólaf Hand og lögmann hans í gærmorgun.

Þáttarstjórnendur Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason vildu fá fram svör varðandi stöðu manna eins og Ólafs sem hefði verið sakfelldur í héraði og sýknaður í Landsrétti en hefði þar á milli borið mikinn skaða af. Kom til mjög heitra umræðna um þetta og Heimir hvessti sig við Helgu Völu:

„Finnst þér í lagi að draga saklausan mann í gegnum dómskerfið í mörg ár? Það geta allir lent í svona, þegar farið er svona með líf hans, hann er á endanum dæmdur saklaus, hann er búinn að eyða sparnaði sínum í þetta, það er búið að eyðileggja líf hans, og hann getur ekki sótt neinar bætur.“

Helga Vala hafði miklar efasemdir um að athugasemdir í kommentakerfum hefðu valdið sakfellingu Ólafs í héraði. Hún sagði að vandamálið væri að málin tækju allt of langan tíma. Ástæðan væri undirmönnun lögreglunnar en í dag væru færri lögreglumenn starfandi en fyrir tíu árum þó að málin sem lögreglan fengist við í dag væru miklu flóknari.

Brynjar taldi réttlætanlegt að breyta lögum á þá lund að ákærðir menn ættu rétt á skaðabótum ef þeir eru sýknaðir. Það myndi líka veita kerfinu aðhald.

Helga Vala sagði að það væri vissulega vont að vera sakaður um glæp en það væri líka vont að vera brotaþoli. Hún sagði mörg dæmi vera um tregðu ákæruvaldsins til að ákæra í málum þar sem ofbeldi virtist hafa átt sér stað.

Brynjar sagði að miðað við núverandi lög gæti Ólafur ekki sótt bætur nema hann gæti sýnt fram á saknæma hegðun lögreglu eða ákæruvalds. Ólafur fór hörðum orðum um framgöngu lögreglu og ákæruvalds í viðtali á Bylgjunni í gær.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni og Inga nokkuð sammála um að kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar hafi verið verulegur

Bjarni og Inga nokkuð sammála um að kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar hafi verið verulegur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi