fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Falleinkunn til Lögreglunnar á Suðurnesjum – „Óásættanlegt ástand“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur undir höndum álit fagráðs lögreglu vegna kvartana um einelti hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Tveir starfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum kvörtuðu til fagráðs lögreglu vegna meints eineltis tveggja yfirmanna, Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra.

Niðurstaða  fagráðs er að þó svo ekki sé um einelti að ræða, samkvæmt þeirri skilgreiningu eineltis sem ráðið vinnur eftir, þá sé það augljóst að mikill stjórnendavandi og samskiptaörðugleikar séu innan embættisins, og þeir geti  ekki  talist leystir með nýjum lögreglustjóra.

Í álitinu segir að þar sem Attentus – mannauður og ráðgjöf- hafi gert úttekt á samskiptum og stjórnun innan fyrirtækisins, sé rétt að hafa niðurstöðu þeirra til hliðsjónar. Því kallaði fagráð eftir skýrslunni. Attentus skilaði skýrslu til dómsmálaráðuneytisins 2. júlí.

Engu að síður þurfti fagráð að ítreka beiðni sína í þrígang áður en Attentus var við beiðninni.

Slæmt andrúmsloft

Fagráð tekur fram að andrúmsloftið á vinnustaðnum sé ekki gott, sérstaklega milli kvartanda og Öldu Hrannar. Þó ekki sé um einelti að ræða þá segir fagráð:

„Ráðið metur það svo að umfangsmiklir samskiptaerfiðleikar og stjórnunarvandi eigi sér stað innan embættisins sem valdi starfsfólki mikilli vanlíðan. „

Tók fagráð fram að þó Attentus hafi ekki fjallað um einelti í skýrslu sinni þá sé í skýrslu lýst í aðalatriðum þeim umkvörtunarefnum sem ráðið hefur fengið í kvörtunum sem borist hafa frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Skýrsla Attentus staðfesti því niðurstöðu fagráðs og segir þar ennfremur:

„Skýrslan staðfestir niðurstöðu ráðsins og að ástandið innan embættisins sé óásættanlegt og að á þeirri stöðu þurfi að ráða bót.“

Þó svo búið sé að skipta um lögreglustjóra fyrir stuttu þá eru bæði fagráð og Attentus sammála um að það leysi ekki vanda embættisins að fullu.

„Á undangengnum dögum hafa orðið mannabreytingar í yfirstjórn embættisins, en líkt og bent er á í skýrslu Attentus þá telur ráðið að það eitt og sér leysi ekki að fullu vanda embættisins. Jafnframt eykur það hættuna að önnur fylkingin líti svo að hún hafi borið sigur úr býtum en það getur haft ófyrirséðar afleiðingar á áframhaldandi samstarf og líðan starfsmanna í hinni fylkingunni. 

Vill ráðið því leggja til að nýir stjórnendur hefji vinnu innan embættisins, en beini sjónum sérstaklega á lögfræðisviði, til að leysa úr ágreiningsmálum og unnið verði að því að byggja upp traust og samvinnu, mögulega með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga eða vinnusálfræðina.“

Fylkingarnar sem vísað er til eru fylkingar Öldu Hrannar og fylking Ólafs Helga Kjartanssonar, fráfarandi lögreglustjóra.

Alda Hrönn Jóhannsdóttir er yfir lögfræðisviði en hún hefur verið í veikindaleyfi undanfarið vegna þeirra deilna sem hafa átt sér stað innan lögreglunnar á Suðurnesjum.

Fréttin hefur verið uppfærð 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“