fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Uppruni hópsmits í Vestmannaeyjum enn óljós – sjáðu aðferðir smitrakningateymisins

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smitrakningarteymi almannavarna vinnur nú hart að því að rekja uppruna Vestmannaeyjasmitsins svokallaða. Að minnsta kosti tíu manns eru nú veikir af Covid-19 sem rekja má til hópsmits í Vestmannaeyjum. Hundruð eru í sóttkví, þar af á fjórða tug starfsmanna Torgs, sem meðal annars gefur út DV og 18 lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Til viðbótar eru 78 manns í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Nú hefur smitrakningateymið sent póst á einstaklinga sem tengjast þessu hópsmiti í Vestmannaeyjum og beðið þá um að punkta niður hjá sér alla staði sem þeir hafa farið á síðastliðnar tvær vikur fyrir fyrsta dag einkenna. Pósturinn er í heild sinni hér:

Sæl/l xxxxxxxx,

Verið er að leggja vinnu í að greina mögulegan uppruna smits og því óskum við eftir upplýsingum frá þér um:

  • Staði sem þú hefur farið á sl. tvær vikur fyrir fyrsta dag einkenna. Hótel, veitingahús, íþróttaviðburðir, tónleikar, veislur oþh.
  • Fólk sem þú hefur verið í nálægð við í lengri tíma en 15 mínútur. Þurfa ekki að vera ítarlegar persónuupplýsingar.

Tímabilið sem við viljum að þú lítir sérstaklega til er frá 17. júlí til 3. ágúst.

Við gerum okkur grein fyrir því að það getur verði erfitt að rifja upp staðsetningar þetta langt aftur í tímann. Því er gott að fara yfir kortayfirlit og færslur á heimabanka til þess að rifja betur upp mikilvægar staðsetningar.

Hugmyndin er að þú setjir punkta niður á blað, ræður hvort þú sendir þá eða ég hringi í þig og tökum spjallið.

Takk kærlega fyrir.

Með póstinum fylgdi eyðublað í Excel sem nota má til að fylla inn í. Af því að dæma er ljóst að smitrakningateymið krefst mikillar nákvæmni. Flokkarnir eru þrír, „staðir úr heimabanka,“ „annað,“ og „fólk sem ég hef hitt.“

Samkvæmt heimildum DV veldur það smitrakningateymið og heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum að svo stórt hópsmit geti átt sér stað og uppruni þess dulst smitrakningarteyminu svo lengi. Því er sem fyrr segir, lagt allt kapp á að ljúka þessari tilteknu smitrakningu sem allra fyrst.

 

Excel skjalið sem þeir smituðu eiga nú að fylla út að aðstoða við smitrakningu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala