fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Aðalmeðferð gegn Bjarna Ákasyni framundan – Ákærður fyrir skattsvik en ætlar sjálfur í skaðabótamál

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 10:37

Bjarni Ákason. Mynd: Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur undir höndum ákæru á hendur fjárfestinum Bjarna Þorvarði Ákasyni fyrir skattsvik en hann er sakaður um að hafa vantalið tekjur upp á tæplega 116 milljónir króna og ekki staðið skil á skattgreiðslum fyrir 44 milljónir króna. Aðalmeðferð í málinu verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. september næstkomandi en ákæran var gefin út þann 14. febrúar árið 2019.

Málið á sér afar langan aðdraganda og hefur fylgt Bjarna í um 13 ár og virðist engan veginn sjást fyrir endann á því. Bjarni hefur verið afar ósáttur við ákæruna og freistað þess að fá málið fellt niður en það hefur ekki tekist.

Í ákæru er Bjarna gefið að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2008, 2010 og 2011 vegna tekjuáranna 2007, 2009 og 2010, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum  vegna þessara ára tekjur að fjárhæð samtals tæplega 116 milljónir króna, í formi úttekta hans úr félögunum Grjótið ehf. og Báshylur ehf. sem séu skattskyldar.

Samkvæmt ákærunni er vangreiddur tekjurskattur fyrir árið 2007 tæplega 22 milljónir, tæplega 13 milljónir fyrir árið 2009 og rúmlega 9 milljónir fyrir árið 2010. Heildarupphæð meints ógreidds tekjuskatts er tæplega 44 milljónir.

Hafði sjálfur frumkvæði að því að leiðrétta skattframtöl

Bjarni tjáði sig um málið í viðtali við Fréttablaðið í lok janúar á þessu ári, eða tæplega ári eftir að ákæran var gefin út. Þar kemur fram að ákæruna megi rekja til þess að Bjarni hafi haft frumkvæði að því að leiðrétta skattframtöl sín og fyrirtækja sinna á þessu tímabili, 2007 til 2010. „Það liggur fyrir að endurskoðendur mínir gerðu mistök á sínum tíma. Ég hafði sjálfur frumkvæði að því að óska eftir leiðréttingu framtalanna á sínum tíma,“ sagði Bjarni við Fréttablaðið.

Niðurstaða skattsins var að heimila leiðréttingu á skattframtölum eignarhaldsfélaganna en ekki á persónulegu skattframtali Bjarna sjálfs. Í framhaldinu var hann dæmdur til að greiða fjármagnstekjuskatt af upphæðinni og gerði hann það. Taldi hann þar með málinu vera lokið en svo var alls ekki og sem fyrr segir gaf héraðssaksóknari út ákæru gegn honum í febrúar 2019.

Bjarni er afar ósáttur við framgöngu yfirvalda í þessu máli. „Þessi ákæra héraðssaksóknara er því í raun tilraun til þess að dæma mig í þriðja sinn fyrir mál sem ég hafði frumkvæði að að tilkynna sjálfur. Það á ekki að þekkjast í réttar­ríkjum,“ sagði hann við Fréttablaðið. Hann gagnrýnir einnig hve langan tíma málið hefur tekið:

„Ég var 47 ára gamall þegar ég hóf þetta mál og er að verða sextugur núna. Samt er málinu hvergi nærri lokið.“

Bjarni segist jafnframt ætla að verjast af hörku í réttarsal og síðar fara í skaðabótamál. Bjarna heldur áfram þann 17. september næstkomandi þegar aðalmeðferð málsins verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“