fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Neyð á Seltjarnarnesi: Kona læsti sig inni á baði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 08:37

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan fimm í morgun kom lögregla konu til aðstoðar á Seltjarnarnesi. Konan hafði læst sig inni á baðherbergi og sat þar föst. Lögreglumaður skreið inn um glugga að baðherbergi hennar og tókst að lyfta henni upp og út um gluggann. Konan var frelsinu fegin, sér í lagi þar sem hún komst tímanlega í flug.

Þetta kemur fram í Dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að laust fyrir klukkan sjö í gærkvöld lögregla ölvuðum manni í austurborginni til aðstoðar. Maðurinn brást illa við aðstoð lögreglu og hrækti hann í andlit lögregluþjóns og sparkaði í annan. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands hans og hegðunar. Maðurinn lét mjög ófriðlega í vörslu lögreglu og tókst honum að hrækja í andlit tveggja lögregluþjóna til viðbótar.

Brotist var inn í grunnskóla í austurborginni um áttaleytið í gærkvöld. Lögregla fór að vettvangi og er málið í rannsókn.

Maður á þrítugsaldri var handtekinn í vesturborginni eftir að hann hafði gert þrjár ránstilraunir vopnaður hnífi.  Maðurinn veitti handtökunni ekki mótspyrnu og hlýddi skipunum lögreglu. Engum varð líkamlegt mein af brotahrinu mannsins né handtöku lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins.

Stuttu síðar barst lögreglu tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði. Lögregla fór rakleiðis að vettvangi og skakkaði leikinn. Málið er nú í rannsókn.

Lögregla sinnti einnig fjölda útkalla um allt höfuðborgarsvæðið vegna samkvæmishávaða. Einnig voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“