fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Fréttir

Útilega á Laugarvatni fór úr böndunum- Piparúðahótanir og slagsmál – Lögreglan gagnrýnd

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 19:45

Samsett mynd - Laugarvatn og tjaldstæði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina þurfti lögregla að hafa afskipti af gestum á tjaldsvæðinu á Laugarvatni, en þar fór menntaskólaútilega fram. Vísir fjallaði um málið, en þar kom fram að fjölskyldur á svæðinu hefðu yfirgefið tjaldsvæðið um miðnætti vegna láta í hópi menntskælinganna.

DV náði tali af einum af umsjónarmanni útilegunnar, sem er nemandi í umræddum skóla. Hann þurfti að hafa talsverð afskipti af útilegugestum. Hann segist hafa þurft að ganga á milli og stöðva slagsmál. Þá hafi hann lent í útistöðum við fullorðið fólk og segir farir sínar ekki sléttar af lögreglu og viðbrögðum þeirra við málinu. Hann tekur fram að flest málin hafi komið til vegna einstaklinga sem ekki eru nemendur í skólanum sem hélt útileguna.

Unglingur með piparúðahótanir

Fyrsta málið átti sér stað snemma um daginn, það á ekki að hafa verið langlíft, en þó alvarlegt. Þar hafi einstaklingur ekki viljað borga aðgangseyri í útileguna, og hótað því að beita piparúða sér til varnar. Einstaklingurinn hafi sagt að það væri ekki sniðugt að „hóta sér þar sem hann væri með maze.“ Í kjölfarið hafi hann farið af svæðinu, en komið aftur seinna um kvöldið og þá aftur verið með vesen.

Svakaleg slagsmál

Um eitt- eða tvöleytið hafi umsjónarmaðurinn svo verið á vappi á tjaldsvæðinu og orðið vitni að slagsmálum á milli tveggja ólögráða einstaklinga, sem að hafi eflaust verið búnir að neita áfengis og jafnvel annara vímuefna. Umsjónarmaðurinn hafi stígið inn í og reynt að slíta á milli þeirra, það hafi verið hægara sagt en gert.

Stuttu seinna hafi fleiri komið til að skilja að einstaklingana. Umsjónarmaðurinn sem DV ræddi við þurfti að halda öðrum þeirra niðri, auk þess hafi aðrir hafi þurft að halda hinum einstaklingnum niðri. Þá hafi fjöldi útilegugesta flykkst að vettvangi, einhverjir þeirra hafi hvatt til frekari slagsmála og enn aðrir helt bjór yfir þá sem áttust við. Þá telur umsjónarmaðurinn sig hafa heyrt einhvern áhorfanda segja „Ég er sko með hníf í vasanum“, sér til lítillar skemmtunar. Hann segir að það hafi hjálpað sér mikið að hafa lært sjálfsvörn hjá RVK MMA, hann hafi því vitað hvernig hann ætti að bregðast við aðstæðum sem þessum.

Færður í burtu af lögreglu

Þetta ástand varði lengi, ábyggilega í fjörutíu mínútur segir umsjónarmaðurinn. Hann segist til að mynda hafa óvart verið kýldur í andlitið, bitinn og fleira. Þá hafi alvarlegar hótanir og meiðandi orð verið látin niður falla. Að lokum hafi hann verið einn eftir ásamt félaga sínum að passa upp á annan þeirra sem hlut hafði átt í slagsmálunum. Móðir einstaklingsins hafi þá hringt og þá hafi verið ákveðið að honum yrði komið til hennar.

Nokkru seinna var umræddur umsjónarmaður búinn að róa sig og taldi að einstaklingurinn væri farinn á brot með móður sinni. Hann hafi þá fengið símtal þar sem að honum var tilkynnt að einstaklingurinn væri kominn aftur og væri með vesen. Hann virðist þá hafa flúið frá móður sinni. Þá á lögreglan á Suðurlandi að hafa haft hendur í hári hans og hann færður af tjaldsvæðinu.

Sagt að „halda kjafti“ af eldri konu

Þá segist umsjónarmaðurinn hafa orðið vitni að orðaskiptum eldri konu og tveggja stúlkna sem voru í menntaskólaútilegunni. Konan hafi verið reið. Hann segist hafa reynt að grípa inn í til að biðja konuna afsökunar á öllu því sem hafi átt sér stað, en konan hafi þá sagt honum að „halda kjafti!“

Umsjónarmaðurinn segist hafa reynt að malda í móinn, en á endanum orðið reiður og sagt henni að „hætta að láta eins og barn“, það hafi alls ekki farið vel í hana. Í kjölfarið hafi maður sem að umsjónarmaðurinn taldi að væri eiginmaður konunnar komið og ætlað að „vaða í hann“.

Ósáttur með viðbrögð lögreglu

Lögreglan hafi þá komið á vettvang. Umsjónarmaðurinn segist hafa farið beint til hennar og beðið um að fá að segja frá því sem gerðist, honum hafi þá verið ýtt í burtu af henni. Hann segist ekki hafa fengið að lát lögreglu vita af áhyggjum sínum þar sem hann væri „alltof drukkinn til þess“. Hann vill meina að þær ásakanir lögreglunnar séu alrangar og furðar sig á viðbrögðum hennar.

Hann segir að lögreglan hafi sýnt öllu því sem átti sér stað á tjaldsvæðinu lítinn áhuga og furðar sig á viðbrögðum hennar sem að einkenndust af yfirgangi að hans mati. Honum finnst afar leiðinlegt að útilega sem að hafi átt að snúast um samveru og skemmtun hafi endað á þennan veg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Facebook-drama í Héraðsdómi – Afinn hraunaði yfir móðurina – „Hún er hættuleg fyrir börnin sín“

Facebook-drama í Héraðsdómi – Afinn hraunaði yfir móðurina – „Hún er hættuleg fyrir börnin sín“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir með þungar ásakanir – Segist hafa verið svipt forsjá fyrir að vernda dóttur sína fyrir barnaníðingi

Íslensk móðir með þungar ásakanir – Segist hafa verið svipt forsjá fyrir að vernda dóttur sína fyrir barnaníðingi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð