fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Segir Háskólann á Akureyri hafa svívirt minningu ömmu sinnar og afa

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 08:45

mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Guðmundsson Akureyringur vandar Háskólanum á Akureyri ekki kveðjurnar í opnu bréfi sem hann sendir frá sér á Facebook í gærkvöld. „Ég óska ykkur alls hins versta sem ég geri nú í fyrsta skipti á ævi minni. Hef hingað til viljað ykkur vel en þeim tíma er lokið. Ég ætla svo innilega að vona að það fari í handaskolum hjá ykkur á næstu árum. Reksturinn fari í rusl og þið sem berið ábyrgð á þessu missið vinnuna sem fyrst,“ segir Sigurður.

Forsaga málsins er sú að fyrir 25 árum síðan ánöfnuðu amma Sigurðar og systkini hennar Háskólanum á Akureyri rausnarlega gjöf. Gjöfin stóð saman af húsakosti, tugum milljóna í peningum, veglegt málverkasafn auk nokkur hundruð hektara af ræktuðu landi í Fnjóskadal. „Að henda perlum fyrir svín,“ segir Sigurður nú.

Húsakosturinn sem amma Sigurðar ánafnaði Háskólanum stóð saman af nokkrum húsum og kapellu sem fjölskylda Sigurðar hefur notað og meðal annars gift sig í. Um 40 ár tók að byggja þennan „sælureit“ upp. Húsin voru reist af fjölskyldunni fyrir það fé sem fór ekki í rekstur fjölskyldunnar. „Systkyni ömmu börðust öll til ágætra efna. Þeir aurar sem voru afgangs fóru í uppbyggingu á svæðinu. Afi minn Sigurður Guðmundsson klæðskeri og kaupmaður fór oft með mig þarna þegar ég var barn,“ skrifar Sigurður yngri. Ennfremur gróðursetti fjölskyldan um 400 þúsund plöntum á reitnum.

Húsin látin grotna niður vegna hirðuleysis

Þegar Sigurður ætlaði að skoða húsin í gærkvöldi var honum illa brugðið. Húsin voru yfirgefin að því er virtist og ónýt. „Minningin um sælureit breyttist í sögusvið hryllingsmyndar þar sem yfirgefnar og ónýtar byggingar sem voru milljónatuga virði eru látnar grotna niður vegna hirðuleysis,“ sagði hann.

„Ég er svo fjúkandi reiður og þarf þónokkuð til í seinni tíð.“

Sigurður vandar háskólanum ekki kveðjurnar sem fyrr sagði.

Óskar HA alls hins versta

Sigurður lauk máli sínu með þessum orðum. Sigurður tekur sérstaklega fram að hann hafi lesið orðalag sitt þrisvar yfir og þykir honum sjálfum það fullslípað, miðað við tilefnið.

Þið hafið svívirt minningu afa míns og ömmu með þessari framkomu. Hirðuleysið er slíkt að ekki einu sinni mestu skíthælar landsins hafa svona í sér. Ég óska ykkur alls hins versta sem ég geri nú í fyrsta skipti á ævi minni. Hef hingað til viljað ykkur vel en þeim tíma er lokið. Ég ætla svo innilega að vona að það fari í handaskolum hjá ykkur á næstu árum. Reksturinn fari í rusl og þið sem berið ábyrgð á þessu missið vinnuna sem fyrst.

Þið eruð óhæf og ég vil vara alla við sem hugsanlega ætla að ánafna Háskólanum eitthvað eftir sinn dag láti það ógert.

Meðfylgjandi myndir tók Sigurður og fékk DV leyfi til að birta þær. Á þeim má sjá að húsin hafa öll munað fífil sinn fegurri og alveg ljóst að viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi.

 

mynd/Facebook
mynd/Facebook
mynd/Facebook
mynd/Facebook
mynd/Facebook
mynd/Facebook

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu