fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fréttir

Mörg dæmi um að Íslendingar sem fengið hafa COVID-19 myndi ekki mótefni – Geta sýkst aftur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allmörg dæmi virðast vera um að Íslendingar sem sýkst hafa af COVID-19 hafi ekki myndað mótefni gegn veirunni. Það þýðir að þeir geta sýkst aftur. Um tíu manns hafa birst reynslufrásagnir um slíkt í lokuðum hópi. Þar af var ein kona sem lögð var inn á sjúkrahús.

Sem betur fer er mun algengara að COVID-sýktir myndi mótefni gegn veirunni en það þýðir að þeir geta ekki sýkst af henni aftur. Meðal þekktra Íslendingar sem hafa fengið jákvæða mótefnamælingu undanfarið eru Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, og Margrét Gauja Magnúsdóttir, leiðsögumaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi.

Margrét er ein af þeim sem hafa átt erfitt með að ná heilsu aftur eftir COVID-sýkingu þrátt fyrir að vera laus við veiruna. Margrét var í viðtali við DV vegna þessa í júní.

Margrét virðist vera á meiri batavegi núna en hún vill ekki tjá sig frekar um veikindi sín við fjölmiðla. Hún gaf DV hins vegar leyfi til að birta bréfið sem hún fékk vegna mótefnamælingar sinnar. Þetta staðlaða bréf lítur svona út.

 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í vor að þeir sem veikjast mikið af COVID-19 myndi sterkara mótefni gegn veirunni en þeir sem eru með minni einkenni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Að „passa“ saman
Fréttir
Í gær

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segist hafa sérstakar áhyggjur af ákveðnum hópi þetta árið

Vilhjálmur segist hafa sérstakar áhyggjur af ákveðnum hópi þetta árið
Fréttir
Í gær

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir
Fréttir
Í gær

Tveir sterkir skjálftar fyrir norðan – 4,6 og 3,7

Tveir sterkir skjálftar fyrir norðan – 4,6 og 3,7
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Ingi skammar Íslendinga – „Þetta er dauðans alvara“

Björn Ingi skammar Íslendinga – „Þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virk smit kominn yfir hundrað – 17 greindust á síðasta sólarhring

Virk smit kominn yfir hundrað – 17 greindust á síðasta sólarhring
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys í Reyðarfirði

Banaslys í Reyðarfirði