fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Fréttir

Byko verðlaunar starfsfólk sitt fyrir framgöngu þess í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 08:02

Byko verðlaunar starfsfólkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir starfsmenn Byko, um 440 talsins, fengu gjafabréf á gististöðum um allt land að gjöf frá fyrirtækinu. Gjafabréfin voru keypt í gengum styrkjumisland.is og er hvert að verðmæti 14.900 krónur. Alls kostaði þetta fyrirtækið sex og hálfa milljón.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir þetta ein stærstu kaupin á vefsíðunni.

Haft er eftir Sigurði B. Pálssyni, forstjóra Byko, að starfsmenn fyrirtækisins hafi staðið sig eins og hetjur í COVID-19 faraldrinum og eigi allt gott skilið.

„Þetta var seinni gjöfin okkar. Fyrri kom í miðju fárinu þegar við veittum starfsmönnum inneign út að borða á veitingastaði. Það var mikið álag og stundum gríðarlegt álag í bland við ótta, en allir lögðu sig 100 prósent fram – því það var töluvert að gera. Við vildum sýna okkar þakklæti og okkur fannst gott að styrkja þá atvinnugrein sem var að koma hvað verst út úr þessu, sem voru annars vegar veitingastaðir og hins vegar ferðaþjónustan.“

Fréttablaðið hefur eftir Katrínu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Godo sem hannaði vefinn, að þetta séu ein stærstu einstöku kaupin á styrkjumisland.is.

„Þetta er með þeim stærstu. Það eru nokkrir aðilar búnir að taka svona pakka en þetta er vissulega með þeim stærstu.“

Verkefnið Styrkjum Ísland er hvatning til landsmanna að ferðast innanlands og er haft eftir Katrínu að fyrirtæki og stofnanir hafi verið að kaupa álíka pakka í staðinn fyrir að halda árshátíðir eða eitthvað álíka. Einnig hafi einstaklingar verið duglegir við að kaupa á vefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“
Fréttir
Í gær

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun
Fréttir
Í gær

Mikilvæg skilaboð frá landlækni – Þekkjum smitleiðirnar

Mikilvæg skilaboð frá landlækni – Þekkjum smitleiðirnar
Fréttir
Í gær

Gunnar og Sverrir í sorpið

Gunnar og Sverrir í sorpið
Fréttir
Í gær

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs