fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Alþjóðlegt hárvörufyrirtæki opnar á Laugavegi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlegt hárvörufyrirtæki, Harklinikken, hefur opnað sitt fyrsta útibú í Reykjavík, nánar tiltekið að Laugavegi 15, á sama stað og Michelsen úrsmiður var til húsa í mörg ár.

Þar verður bæði starfrækt verslun og meðferðarstofa. Harklinikken er þekkt fyrir meðferðir á hárlosi kvenna og karla og hárheilbrigði.

Í kynningartexta frá fyrirtækinu segir:

,,Við erum í skýjunum með opnun útibúsins á Laugavegi í hjarta Reykjavíkur,“ segir Lars Skjoth, stofnandi Harklinikken og yfirmaður rannsókna og þróunar hjá fyrirtækinu. ,,Við höfum starfað á Íslandi í þrjú ár og viðtökurnar hafa verið ótrúlega jákvæðar, þúsundir Íslendinga eru nú í meðferð hjá okkur. Þetta útibú sem sameinar verslun og persónulega stofu er spennandi tilraun fyrir okkur því við getum hugsað okkur að færa út kvíarnar í smásölu víðsvegar um heim.“

Harklinikken hefur skapað sér orðspor á meðal vönduðustu og virtustu hárþjónusta í heiminum og þessi nýja hugmyndafræði er sú fyrsta hjá vörumerkinu og gerir fleira fólki kleift að upplifa hinar áhrifaríku hárvörur. Áður hefur vörumerkið takmarkað aðgengi að vörum sínum við þá sem vísað hefur verið í meðferð við hárlosi, sem felur í sér ákveðin sjampó, hárnæringu og seyði sem sniðið er að hverjum og einum viðskiptavin. Hjá nýja útibúinu geta íslenskir neytendur og ferðamenn fræðst um Harklinikken og prófað vörur þess án þess að hafa fengið ráðgjöf, en það er gjörbreyting hjá vörumerkinu.

Hársérfræðingar Harklinikken munu starfa í versluninni en þeir allir þrautþjálfaðir í að finna vandamál í hári og hársverði. Þessir sérfræðingar geta beint viðskiptavinum að vörum sem henta hverju sinni og byggt þannig á hefð Harklinikken fyrir einstaklingsmiðaðri og persónulegri þjónustu, sem skapað hefur vörumerkinu sérstöðu á markaði. Auk þess að fræða neytendur um vöruna geta þeir einnig veitt þeim ráðgjöf sem líta við án þess að hafa bókað og hafa áhuga á sérvalinni meðferð við hárþynningu í einu af meðferðarherbergjum nýja útibúsins.

Í 186 fermetra rýminu verður einföld norræn lúxushönnun í hávegum höfð, vandlega valin til þess að rýmið veiti nýjum sem núverandi viðskiptavinum fyrsta flokks upplifun. Með notkun bestu efnanna á borð við ítalskan marmara og danska eik var allt hannað og handgert sérstaklega fyrir þetta útibú af arkitektum í Kaupmannahöfn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Happdrætti Háskólans kært til lögreglunnar

Happdrætti Háskólans kært til lögreglunnar
Fréttir
Í gær

María fagnar dómi yfir Heiðari Má fyrir hótanir í hennar garð – Bíður niðurstöðu MDE

María fagnar dómi yfir Heiðari Má fyrir hótanir í hennar garð – Bíður niðurstöðu MDE
Fréttir
Í gær

Íslendingar fá dularfullar sendingar frá Salómónseyjum – Stundum eru pakkarnir tómir

Íslendingar fá dularfullar sendingar frá Salómónseyjum – Stundum eru pakkarnir tómir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listaverk Pálínu og dóttur hennar varð skemmdarvörgum að bráð – Þrír steinar brotnir og níu hvergi sjáanlegir

Listaverk Pálínu og dóttur hennar varð skemmdarvörgum að bráð – Þrír steinar brotnir og níu hvergi sjáanlegir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún neitar að hafa þegið tugmilljóna kaupaukagreiðslur: „Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun“

Kristrún neitar að hafa þegið tugmilljóna kaupaukagreiðslur: „Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flokkarnir birta viðhorf sín til vændis og kynlífsvinnu – Edda Falak gífurlega vonsvikin -„Þetta er EKKI opinber stefna okkar“

Flokkarnir birta viðhorf sín til vændis og kynlífsvinnu – Edda Falak gífurlega vonsvikin -„Þetta er EKKI opinber stefna okkar“