fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ríkið eyðir auglýsingafé í erlenda samfélagsmiðla á sama tíma og það ætlar að styrkja íslenska fjölmiðla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 11:43

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Mynd: Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Ferðamálastofu, sem er ríkisrekin stofnun, að verja fjármagni til auglýsinga í erlendum samfélagmiðlum í átaki til að örva innlenda eftirspurn í ferðaþjónustunni í sumar hefur vakið gagnrýni. Í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar var tilkynnt um 350 milljóna króna stuðning ríkisins við einkarekna fjölmiðla á næstunni. Mörgum þykir skjóta skökku við að ríkið ætli að auglýsa í erlendum miðlum á sama tíma og það styrkir innlenda fjölmiðla.

Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag kemur í ljós að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur ekkert athugavert við þessi áform enda sé markmið Ferðamálastofu að ná til sem flestra: „Það er einfaldlega þannig að samfélagsmiðlar eru öflugt tæki til þess. Ég geri enga athugasemd við að Ferðamálastofa nýti þessar leiðir eins og aðrar,“ segir Þórdís og bendir á að einnig verði auglýst í innlendum fjölmiðlum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að samfélagsmiðlar séu ódýr kostur til að koma skilaboðum til margra. Hins vegar: „Það væri vandamál ef við færum alfarið úr íslenskum fjölmiðlaheimi yfir á samfélagsmiðla með öll samskipti við borgara vegna þess að það myndi grafa undan tilveru fjölmiðla, sem væri skrítið að við gerðum á sama tíma og við erum að styðja þessa sömu miðla. En einhvers konar blanda við nýtingu ólíkra boðleiða til fólks gæti komið til greina.“

Samfélagsmiðlar grafi undan rekstri fjölmiðla

Fjölmiðlamennirnir þekktu Egill Helgason, Jakob Bjarnar Grétarsson og Björn Ingi Hrafnsson tjáðu sig um þetta á samfélagsmiðlum í gær og tók vefur Hringbrautar saman ummæli þeirra. Jakob Bjarnar segir íslenska fjölmiðla ramba á barmi gjaldþrots og erlendir samfélagsmiðlar séu á meðal þess sem grafi undan rekstri þeirra:

„Þetta er með hinum mestu ó­líkindum. Ís­lenskir fjöl­miðlar, sem hafa sannað svo ekki verður um villst mikil­vægi sitt hafi það farið á milli mála, á undan­förnum vikum, ramba á barmi gjald­þrots, allir aðrir en ríkis­fjöl­miðillinn sem skilað góðum hagnaði síðast. Nýr út­varps­stjóri hefur ein­mitt boðað sókn á sam­fé­lags­miðlum (sic).

„YouTu­be svo dæmi sé tekið gerir út á nyt­sama sak­leysingja sem stela höfundar­réttar­vörðu efni sem þeir YouTu­be-menn selja svo aug­lýsingar út á. Zucker­berg selur aug­lýsingar út á okkur sem sjáum líka um að fram­leiða kon­tentið fyrir hann hingað inn, auk fjöl­miðla. Auk þess sem sam­fé­lags­miðlar bera að veru­legu leyti á upp­lýsinga­ó­reiðu sem búið er að stofna sér­staka nefnd til að berjast gegn. En, aug­lýsinga­menn sjá þetta ekki svona. Þeim er drull sama. Take the mon­ey and run.“

Egill Helgason skrifar:

„Notkun ís­lenskra fjöl­miðla er í há­marki núna á tíma far­aldursins en Ferða­mála­stofa kaupir aug­lýsingar hér á Face­book og á Goog­le. Er furða þótt maður sé ekki trúaður á að ís­lenskir fjöl­miðlar eigi fram­tíð fyrir sér? Við förum hins vegar þangað til að leita upp­lýsinga á þessum ugg­væn­legu tímum. Þær upp­lýsingar er ekki finna á Face­book eða YouTu­be.“

Björn Ingi Hrafnsson telur ákvörðun Ferðamálastofu mótsagnakennda: „Það er stór­kost­lega kald­hæðnis­legt að ís­lensk stjórn­völd ætli að markaðs­setja á­takið Veljum ís­lenskt á sam­skipta­miðlunum Face­book, Goog­le og Insta­gram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt