fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Fréttir

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring

Auður Ösp
Þriðjudaginn 31. mars 2020 17:15

Covid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er mögulegt að þetta hafi ýtt undir háa dánartíðni? Er þetta fólk orðið svo úrvinda að ónæmiskerfið gefur loks eftir, sem gerir það að verkum að fólkið deyr af völdum veirunnar,“ spyr Vigdís Árnadóttir hjúkrunafræðingur. Hún er ein þeirra hjúkrunafræðinga sem blaðamaður fréttavefs Sameinuðu Þjóðina (UNRIC) ræðir við um álagið og þreytuna sem sligar starfstéttina þessa dagana. 

Það er óhætt að segja að svefn sé sjaldgæfur lúxus hjá heilbrigðisstarfsfólki á meðan Covid-19 faraldurinn geisar. Á blaðamannafundi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í seinustu viku sagði Dr. Aiysha Malik hjá geðheilsusviði WHO að mikilvægt væri að standa vörð um andlega heilsu heilbrigðisstarfsfólks á tímum sem þessum. Mikilvægt sé að færa starfsfólk á milli deilda reglulega og hafa jafnt hlutfall á milli reyndra og óreyndra starfsmanna. Þá þyrfti að gæta þess að samskipti væru skýr og veita þyrfti starfsfólki svigrúm til að tjá líðan sína. Þá er reglubundin hvíld ekki síst mikilvæg.

Í samtali við UNRIC bendir fyrrnefnd Vigdís á að hjúkrunarfræðingar og heilbrigðisstarfsfólk á sumum sjúkrahúsum, í þeim löndum sem hafa orðið hvað verst úti, geti einungis leyft sér 2-4 klukkustunda svefn á nóttunni.

Í grein UNRIC er jafnframt bent á að Covid-19 faraldurinn hafi áhrif á alla hjúkrunarfræðinga, ekki eingöngu þá sem starfa á bráðadeildum og smitsjúkdómadeildum sjúkrahúsa.

„Líf fjölmargra hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna hefur verið snúið á hvolf til þess að gera okkur öllum kleift að standa saman í víglínunni,“ segir enski hjúkrunarfræðingurinn Hannah sem áður starfaði á kynsjúkdómadeild en skipti um starfssvið eftir að Covid-19 faraldurinn breiddist út.

„Við erum öll stressuð og reynum bara að styðja hvert annað og sjúklingana,“ segir Dioni sem starfar sem hjúkrunarfræðingur í Grikklandi. Rétt eins og annars staðar er hætta á því að skortur verði á andlitsgrímum og jafnvel öndunarvélum. „Við erum engu að síður vongóð um að við munum komast í gegnum þetta og verða sterkari fyrir vikið.“

André Sobral starfar á gjörgæsludeild á stærsta sjúkrahúsi Portúgal. Hann ver deginum inni á svokölluðu „rauðu svæði“, þar sem bráðatilfelli eru meðhöndluð, og farið er eftir ströngum reglum. „Ég þarf að vakta 2-3 sjúklinga í einu, fylgjast með lyfjagjöf, öndunarvélum og fara eftir tilmælum lækna.“

Þá er rætt við belgískan hjúkrunafræðing, Kathleen, sem starfar á Saint Augustinus sjúkrahúsinu í Antwerp. Þar hafa 100 einstaklingar verið lagðir inn vegna Covid-19 sjúkdómsins. Hún segir andrúmsloftið einkennast af ringulreið og eirðarleysi en engu að síður sé mikil samkennd á meðal starfsfólks sjúkrahússins.

„Ég hef enga löngun til að vera í einhverju hetjuhlutverki, ég vil miklu frekar vera heima í örygginu. En það er hughreystandi að vera partur af vel skipulögðu og stuðningsríku teymi þar sem allir leggja sig fram við að láta hlutina ganga smurt.“

Þá er rætt við Mireille Delon, sem starfar við heimahjúkrun í Montpellier og heimsækir 10-15 sjúklinga á dag. Nær allir sjúklingarnir eru á aldrinum 70-100 ára. Í flestum tilvikum er Mireille sú eina sem kemur í heimsókn til viðkomandi.  Mireille segist lifa í stöðugum ótta við að bera veiruna á milli húsa og smita gamla fólkið.

„Ég er þjökuð af áhyggjum í hvert sinn sem ég fer út úr húsi. Mér líður eins og veiran sé alls staðar, og ég er stöðugt að passa mig: þegar ég opna dyr, þegar ég ýti á lyftutakka, þegar ég snerti dyrahún.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum
Fréttir
Í gær

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans
Fréttir
Í gær

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir af Bíó Paradís

Gleðifréttir af Bíó Paradís
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi

Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu nýjar höfuðsstöðvar CCP. Glæsilegt húsnæði í Vatnsmýri

Sjáðu nýjar höfuðsstöðvar CCP. Glæsilegt húsnæði í Vatnsmýri