fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Fréttir

Unnar brast í grát vegna vandamáls sem margir glíma við – „Það er skrýtið og úr háum söðli að falla“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. mars 2020 17:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er skrýtið og úr háum söðli riddarans og hvíta hestinum að falla að vitandi að hafa nákvæmlega ekkert til þess unnið að upplifa skömm. Já, skömm fyrir það eitt að þyggja hjálp.“

Svona hófst ræða Unnars Erlingssonar, grafísks hönnuðar, um skömmina við það að þyggja hjálp en Öryrkjabandalag Íslands deildi ræðu Unnars á Facebook-síðu sinni. „Skömm er þungur baggi að bera,“ skrifaði Öryrkjabandalagið þegar Unnar stoppaði og brast í grát í ræðunni.

Fréttatíminn fjallar um myndband Öryrkjabandalagsins en þar segir að Unnar hafi vaknað við þann veruleika að geta ekki lengur séð fyrir fjölskyldu sinni.

„Ég fór með peninga, stuðnings til þess að eiga í sig og á,“ hélt Unnar áfram. „Hlustaði á sögurnar um meinta bótasvikara og fólkið sem lifir á kerfinu. Kerfinu sem einmitt ég og þú komum á fót, til þess einmitt að mæta fólki í okkar stöðu.“

„Hvað þarft þú í ráðstöfunartekjur ef þú missir starfsgetuna?“ spurði Öryrkjabandalagið í lok myndbandsins. „Ríkið hefur ákveðið að þér dugi 220.000 krónur, ævina á enda.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír Íslendingar látnir úr COVID-19 – Þar af eiginmaður konunnar sem lést í síðasta mánuði

Þrír Íslendingar látnir úr COVID-19 – Þar af eiginmaður konunnar sem lést í síðasta mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lektorinn er verjandi í dómsmáli á næstunni – Handtekinn á jóladag – Sagður halda unglingapartý og bjóða fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf

Lektorinn er verjandi í dómsmáli á næstunni – Handtekinn á jóladag – Sagður halda unglingapartý og bjóða fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Biðja útleigjendur orlofshúsa að afturkalla úthlutanir um páskana

Biðja útleigjendur orlofshúsa að afturkalla úthlutanir um páskana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl