fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ole Anton skilur ekkert í Kára Stefánssyni – „Hvern fjandann er maðurinn að fara?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. mars 2020 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Anton Bieltvedt, kaup­sýslu­maður og stjórn­mála­rýnir, virðist ekki skilja upp né niður í ummælum Kára Stefánssonar í nýjum pistli sem birtist á Hringbraut. „Hvern fjandann er maðurinn að fara: Hver er glæpurinn!?“ er yfirskrift pistilsins en Ole Anton vísar þar í ummæli Kára þar sem sá síðarnefndi sakaði Persónuvernd um glæp.

„Síðasta upp­hlaup Kára“

„Kári Stefáns­son veður hér upp í fjöl­miðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir rit­stjórar og frétta­menn greini­lega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merki­legt vel, frétt­næmt mjög og nánast ein­hver snilld,“ segir Ole Anton. „Það kann að eiga við í ein­hverjum til­vikum, en alls ekki því, sem hér er fjallað um.“

Ole Anton segir það furðulegt að fjölmiðlar fjalli um og birti það sem frá Kára kemur. „Síðasta upp­hlaup Kára, sem margir gleyptu hrátt og ó­tuggið, er á­sökun hans á hendur Per­sónu­verndar, um það, að hún hafi ekki að­eins sýnt af sér mannfyrirlitningu, heldur framið glæp, alla vega á honum, jafn­vel á mann­kyninu öllu, með það að taka 2-3 daga í að skoða erindi frá honum um birtingu greinar í er­lendu tíma­riti um skimun Ís­lenzkrar erfða­greiningar á þúsundum Ís­lendinga“

„Alla vega ekki í því formi“

Ole segir að á þessum 2-3 dögum hafi helgi verið innifalin. „Erindið barst Per­sónu­vernd kl. 12:45 föstu­daginn 20. marz og var af­greitt með já­kvæðum hætti á mánudeginum 23. marz. Til að flýta fyrir af­greiðslu, vann Per­sónu­vernd að málinu um helgina, að sögn Helgu Þóris­dóttur, for­stjóra Per­sónu­verndar. Kári gefur í skyn, að Ís­lensk erfða­greining hafi komizt að ein­hverjum niður­stöðum, sem gætu hjálpað öðrum þjóðum að hamla út­breiðslu Kóróna­veirunnar,“ segir Ole og spyr hvaða „merkilegu“ niðurstöður þetta séu.

„Ekki hafa þær komið fram hér,“ segir hann. „Alla vega ekki í því formi, svo vitað sé, að þessar niður­stöður gætu hjálpað stjórn­völdum við að draga úr eða hamla útbreiðslu faraldursins hér.“

Þá segir Ole Anton að það verði ekki að skimun Íslenskrar erfðagreiningar hafi breytt miklu hér. „Hvað þá í er­lendu landi, þar sem annað fólk býr, kannske líka með aðra gena­byggingu og aðra lifnaðar­hætti, og hvað þá um alla heims­byggðina. Var upp­hlaup Kára kannske fyrst og fremst út af því, að hann náði ekki að­stefndri birtingu í virtu al­þjóð­legu tíma­riti, sem hann hafði mikinn vilja og metnað til að ná?“ spyr Ole Anton.

„Ef svo væri, væri það vart af hinu góða“

Ole Anton segist ekki sjá að það sé nokkur grundvöllur fyrir stóryrðum og ásökunum Kára gegn Persónuvernd. „Reyndar heldur ekki, að þær skimanir, sem Ís­lensk erfða­greining hefur fram­kvæmt, hafi leitt í ljós ein­hverja nýjar og byltingar­kenndar upp­lýsingar, um­fram það, sem vísinda­menn í öðrum löndum og þá ekki sízt í Kína, hafa komizt að,“ segir hann.

„Varla er Kári að leyna þrí­eykið eða Ís­lendinga ein­hverri mikil­vægri nýrri vit­neskju, sem gæti dugað til að stöðva og, kannske, drepa niður skað­ræðis­valdinn Kóróna. Ef svo væri, væri það vart af hinu góða, hvorki fyrir virðingu og stöðu Kára né hags­muni lands­manna hans.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“