fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Svona er staðan í Krónunni eftir hamstur landsmanna í gær – „Þetta eru for­dæma­lausir tímar“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 14. mars 2020 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsmenn voru fljótir að bruna í verslanir í gær eftir fréttir um samkomubannið. Hillur verslana tæmdust og héldu jafnvel einhverjir að vöruskortur væri í landinu. Ef marka má tilkynningu frá Krónunni þá er ekki fyrirsjáanlegt að neinn vöruskortur verði í verslunum þeirra. Fréttablaðið greindi frá.

Í tilkynningunni frá verslunarkeðjunni kemur fram að 60-70 prósent af vöruframboðinu í Krónunni sé íslensk framleiðsla og ekki er búið að stöðva framleiðslu. Þar að auki hefur Krónan ekki fengið neinar tilkynningar frá erlendum birgjum um stöðvun framleiðslu.

Hillurnar voru tómar í gær vegna álags á verslununum en starfsmenn hafa ekki náð að fylla nógu hratt á hillurnar. Hver búð fær þó sendingar daglega og fyllt er á hillurar fyrir opnun.

Einnig kemur fram í tilkynningunni að á hefðbundnum degi séu sjaldan fleiri en 100 í verslunum Krónunnar á sama tíma nema í stærri verslununum á álagstímunum milli 16 og 19. Krónan beinir því til viðskiptavina sinna að koma utan álagstíma ef það er hægt.

Vegna samkomubannsins munu starfsmenn Krónunnar telja viðskiptavini inn og út úr versluninni frá og með mánudeginum. „Við bregðumst að sjálf­sögðu við og fylgjum öllum til­mælum,“ segir Hjördís Erla Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. „Mikil­vægt er að undir­strika að nóg er til af vörum, vöru­hús Krónunnar er fullt af vörum og því mun ekki verða neinn vöru­skortur hjá okkur. Það er því engin þörf á því að hamstra vörur. Eðli­legt er að fólk sé á­hyggju­fullt því þetta eru for­dæma­lausir tímar, en við erum vel undir­búin og enginn þarf að óttast vöru­skort hjá okkur. Við höfum undir­búið okkur vel undan­farnar vikur og fylgjumst jafn­framt vel með. Við munum hafa að leiðar­ljósi að gæta þess að þetta hafi sem minnst á­hrif á við­skipta­vini okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu