fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fjögur hundruð hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 07:55

Íslendingar, sem staddir eru erlendis, vilja fylgjast vel með gangi mála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tæpum sólarhring skráðu um fjögur hundruð Íslendingar sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna COVID-19 veirunnar. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að viðtökurnar hafi komið á óvart.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Markmið gagnagrunnsins er að yfirvöld geti með skjótum hætti komið upplýsingum er varða veiruna til Íslendinga sem eru staddir erlendis.

„Það er ekki ætlunin að vera með daglegar uppfærslur á stöðu mála, heldur frekar að tilkynna fólki um mikilvægar breytingar á stöðu mála þar sem það er statt.“

Er haft eftir Sveini sem sagði að flestar skráningarnar hafi borist frá Tenerife og að auki hafa borist skráningar frá Danmörku, Taílandi og Rúanda svo nokkur lönd væru nefnd.

„Það er greinilegt að útbreiðsla veirunnar er ofarlega í huga þeirra sem staddir eru utan landsteinanna.“

Sóttvarnarlæknir hefur nú sent út viðvörun þar sem fólk er varað við ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu, Írans, Kína og fjögurra héraða á norðanverðri Ítalíu. Ekki er mælt gegn ferðum til Tenerife en fólk er hvatt til að sýna sérstaka varúð ef það fer þangað.

38 manns hafa verið rannsakaðir hér á landi vegna gruns um smit en enginn þeirra reyndist vera smitaður. Tíu Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace hótelinu á Tenerife en þar hafa fjórir gestir greinst með smit og því er öllum gestunum haldið í einangrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga