fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 07:50

Kínversk yuan. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melrakkasetur Íslands í Súðavík fékk nýlega rausnarlega gjöf frá hópi kínverskra námsmanna sem komu til að kynna sér starfsemi safnsins. Um er að ræða upphæð sem svarar til um 300 þúsund króna en sá galli er á gjöf Njarðar að um kínversku myntina yuan er að ræða en íslenskri bankar taka ekki við henni. Forsvarsmenn Melrakkasetursins hafa því ekki getað skipt seðlunum enn sem komið er.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að verja eigi gjöfinni til rannsókna á íslenska refnum á Hornströndum. Það voru um tíu 18 og 19 ára nemendur frá Wycombe Abbey School í Changzhou sem færðu safninu þessa rausnarlegu gjöf. Um nokkurra ára skeið hafa nemendur frá þessum skóla heimsótt Melrakkasetrið til að fá fræðslu um íslenska refinn og til að upplifa víðernið á Hornströndum.

Fréttablaðið hefur eftir Sæmundi Ámundasyni, framkvæmdastjóra Melrakkasetursins, að hópurinn hafi verið búinn að tilkynna komu sína en ekki hafi verið búist við þessari veglegu gjöf.

„Það eru mikil viðbrigði fyrir þau að koma frá milljóna borg til Hornstranda þar sem engin föst byggð er. Þar er mikið af ref og hann vakti áhuga þeirra.“

Er haft eftir honum.

Hann sagði jafnframt að enginn íslenskur banki vilji skipta peningunum og að kínverska sendiráðið hafi ekki heldur getað leyst vandann.

„Okkur var bent á að næsti staður sem við gætum skipt seðlunum væri í London. Við vitum heldur ekki hversu auðvelt er að ferðast á milli landa með svona háa upphæð í reiðufé.“

Sagði Sæmundur og bætti við að gjöfin liggi óhreyfð þar til tekst að skipta seðlunum, þeir skemmist ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work