fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

17 ára piltur handtekinn eftir fíflagang við skólaball í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 08:09

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ungan mann fyrir utan hús þar sem skólaball var haldið. Tilkynning um málið barst rétt eftir klukkan eitt í nótt en í henni var hann sagður hafa handleikið hlut sem talinn var vera byssa.

Maðurinn, sem er 17 ára, var farþegi í bifreið sem lagt var í bílastæði fyrir utan ballið. Ungi maðurinn var handtekinn, að sögn lögreglu, en ætluð byssa fannst ekki. Hann er sagður hafa haft í hótunum við lögreglu og var hann færður á lögreglustöð þar sem foreldri kom og sótti unga manninn. Á lögreglustöðinni var rætt við hann að viðstöddu foreldri og viðurkenndi pilturinn þá að hafa verið að fíflast með loftbyssu og byssan ætti að vera í bifreiðinni. Að sögn lögreglu verður málið tilkynnt til Barnaverndar.

Nóttin var að öðru leyti tiltölulega róleg í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir voru stöðvaðir fyrir ölvunar- eða fíkniefnaakstur og þá var tilkynnt um eitt innbrot í skóla í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus