fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 17:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hefur það ekki farið framhjá mörgum að undanfarna daga hefur land risið og skolfið við Grindavík vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni.

Íbúar Grindavíkur voru boðaðir á fund vegna þessa í dag. Búist var við því að margir myndu mæta en húsið troðfylltist.

Hér að neðan má lesa um aðalatriði þessa fundar.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði að ekki væri neitt ljóst varðandi það hvort eldgos myndi eiga sér stað, en ekki væri hægt að útiloka neyðarrýmingu úr bænum. Hann sagði að lögreglan myndi hafa sérstaka sólarhringsvakt í Grindavík, til viðbótar við þá vakt sem nú er. Það væri gert til að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúanna. Ólafur sagði að mikilvægt væri fyrir fólk að hugsa um þá hluti sem það þyrfti að taka með sér skyldi það þurfa að fara í flýti. Hann nefndi lyf og gleraugu sem dæmi.

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðvár á Veðurstofu Íslands, fór ítarlega yfir hlutverk Náttúruváreftirlits Veðurstofunnar, en þar eru hið minnsta tveir á vakt allan sólarhringinn. Hún sýndi fram á að jarðskjálftar í kringum Þorbjörn hefðu aukist undanfarna daga og að landris hefði átt sér stað. Hún benti á Skjálftavefsjá Veðurstofunnar.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir jarðfræðilegt sjónarhorn málsins og benti á að ekki hefði gosið á Reykjanesskaga í átta hundruð ár. Hann sagði að afskaplega ólíklegt væri að gos í Þorbirni myndi vera í einhverju samræmi við hættulegustu og stærstu eldgos á Íslandi, helsta hættan væri vegna nálægðar Grindavíkur við fjallið.

Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá Lögregluembætti Suðurnesja, sagði að mikilvægt væri fyrir íbúa að sjá til þess að SMS-skilaboð frá 112 Neyðarlínunni kæmust til skila. Til dæmis með því að vera með sérstakan hringitón á númerinu. Ef eldgos kæmi upp með litlum fyrirvara myndi lögreglan senda eftirfarandi skilaboð: „Yfirvofandi Eldgos, yfirgefið Grindavík, hlýðið fyrirmælum lögreglu og björgunarsveitarfólks.“

Ef kæmi til neyðarrýmingar í Grindavík þá segir Bjarney að búið væri að gera ráðstafanir í Þorlákshöfn og Krýsuvík. Þaðan væri fólk flutt í Kórinn í Kópavogi og Íþróttamiðstöðina í Þorlákshöfn. Hún sagði að fólk þyrfti ekki að óttast neytt skipulagsleysi, lögreglan sé búin að vinna vinnuna. Einnig kom fram að ef að neyðarástand myndi eiga sér stað um nótt myndi lögreglan keyra út um alla Grindavík með sírenur í gangi til að vekja alla.

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, frá Náttúruhamfaratryggingu, benti að ekki væri skylda til að brunatryggja innbúi og lausafé. Það sé mikilvægt fyrir fólk að hugleiða vátryggingu innbús, enda er ekki hægt að fá neitt bætt sem ekki er tryggt.

Þegar þetta er skrifað koma íbúar með spurningar og fyrirspurnir varðandi málið til þeirra sem fjölluðu um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat