fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Margrét Friðriks skráð í stjórn Strætó – „Nú er spurning hvort ég geti löglega mætt og setið stjórnarfundi“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. janúar 2020 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og stjórnandi Facebook-hópsins Stjórnmálaspjallið, virðist hafa verið skráð sem varamaður í stjórn Strætó fyrir mistök. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en hún uppgötvaði það í gær þegar hún fór inn á aðgang sinn hjá Ríkisskattstjóra.

Svo virðist sem þetta megi rekja til alnöfnu Margrétar. „Ég verð að verð að segja að mér þykir soldið sérstakt að mér hefur nú í mörg ár verið stundum ruglað saman við alnöfnu mína Margréti Friðriksdóttur sem er í dag bæjarfulltrúi Kópavogs og fv. skólastjóri Menntaskólans í Kópavogi. Mér þykir þessi ruglingur soldið merkilegur að því leiti að konan er aðeins eldri en ég en hún er fædd 1957 eða rúmlega sextug, kannski spurning fyrir mig að fara huga betur að útlitinu ef fólk telur mig komna á svo fínan aldur en skemmtilegt verður að segjast,“ segir Margrét. 

Hún segist varla skilja hvernig þessi mistök geti hafa átt sér stað. „En ástæða fyrir að ég nefni þetta núna er að í gær fór ég inná rsk.is til að skoða gögn, þeir eru komnir með nýjan vef og það er þarna takki sem býður uppá valkostin félög sem ég tengist en þar sem ég er aðili í félagi þá smellti ég á takkann og sá þar nokkuð sem mér brá soldið við. Þarna kemur fram að ég er skráð sem meðstjórnandi í Strætó bs. En ég get með engu móti skilið hvernig er hægt að taka svona svakalegan feil þrátt fyrir að við séum alnöfnur því þegar félög eru stofnuð þá þurfa meðstjórnendur/varamenn að skrifa undir með nafni og kennitölu,“ segir Margrét.

Það sem gerir þetta enn furðulegri er að Margrét hefur einmitt gagnrýnt Strætó undanfarið. Hún veltir fyrir sér hvort þetta sé ekki gullið tækifæri til að taka til hjá Strætó. „Ég googlaði svo nafnið og strætó bs. og sé að aflnafna mín situr í stjórninni. Þetta er líka pínu kaldhæðnislegt í ljósi þess að ekki fyrir svo löngu hafði ég uppi umræður um Stætó Bs. og stofnaði síðuna Strætó bs. Lof og last þar sem skemmtilegar umræður um starfsemina hafa myndast. Nú er spurning hvort ég geti löglega mætt og setið stjórnarfundi sem skráður meðstjórnandi hjá fyrirtækinu, ég væri ekkert á móti því og margt sem ég hefði þar til málanna að leggja varðandi bætta þjónustu.“

Hér fyrir neðan má sjá sannanir Margrét fyrir þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat