fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fimm störf sem verða úrelt á næstu árum

Fókus
Laugardaginn 25. janúar 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimurinn er síbreytilegur og í sífelldri þróun og þýðir þá lítið annað en að samsama sig nýjum tíma. Í gegnum ár og aldir hafa hin ýmsu starfssvið sprottið upp og horfið, en eftir því sem fjórða iðnbyltingin magnast fara sumar starfsgreinar að heyra sögunni til. Hér eru fimm starfssvið sem verða úrelt á komandi áratug.

 

Bókasafnsvörður

Bækur eru eigulegar og sígildar og jafnast fátt á við þá tilfinningu að slaka á með áþreifanlegt eintak í höndum. Þessi tilfinning telst þó til nostalgíu og í þágu pappírssparnaðar komast sífellt færri bækur í prentdreifingu. Þar af leiðandi verða bókasöfn síðar meir að vefsíðum og fara þá gripirnir að taka óþarfa pláss. Bókasafnsverðir neyðast þá til að beina sussinu sínu eitthvert annað.

 

Starfsmaður ferðaskrifstofu

Með fjölgun notendavænna vefja er orðið bókað mál að betra sé að sleppa milliliðnum þegar draumaferðin til útlanda er færð til bókunar. Starfsmenn á ferðaskrifstofu verða því úreltir og má gera ráð fyrir að aðstoð við tilboðsferðir og almenn ferðalög verði í umsjón gervigreindar.

 

Bankagjaldkeri

Fjölmarga einstaklinga dreymir um seðlalausan heim, þar sem fjármál verða einungis rafræn og með fjölgun sjálfsafgreiðslukassa og sambærilegra apparata eru gjaldkerar rakleiðis komnir í sigtið. Þetta kallar fólk tímaspursmál.

 

Blaðberi

Sú var tíðin að blaðasalar stóðu úti á götu og hrópuðu fyrirsagnir til að selja dagblöðin. Nú er sá siður lítið annað en minning eldri kynslóða og fyrr en varir verða hin góðkunnu dagblöð flest tilbúin til niðurhals. Þetta gefur þá fleiri ungmennum færi á að sofa örlítið lengur út á morgnana, frekar en að rífa sig á fætur og burðast með blaðabunkana þungu.

Samfélagsmiðlafulltrúi

Samfélagsmiðlar eru vissulega komnir til að vera, en með tímanum fara kröfur minnkandi hvað sérþekkingu varðar og munu vinnuveitendur sem þurfa aðstoð við slíka miðla leita til óbreyttra einstaklinga frekar en annarra. Helst verður leitað til þeirra sem hafa alist upp með fyrirbærum eins og Facebook, Instagram og fleira. Hvers vegna panta leigubíl þegar þú getur fengið borgarlegan skutlara?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“