fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Sjötugri konu sagt upp hjá Reykjavíkurborg – Stefnir borginni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 08:00

Mjög hefur fjölgað í hópi aldraðra á síðustu árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landssamband eldri borgara rekur nú mál fyrir hönd konu sem var sagt upp störfum í Breiðholtsskóla í fyrravor þegar hún var sjötug. Ástæða uppsagnarinnar var eingöngu sú að hún væri orðin sjötug og byggði uppsögnin á lögum um ríkisstarfsmenn.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í stefnu á hendur borginni komi fram að uppsögnin sé ekki byggð á fullnægjandi lagagrundvelli þar sem hún byggi á lögum um ríkisstarfsmenn en konan hafi ekki verið ríkisstarfsmaður.

Einnig segir í stefnunni að aldur sé ekki málefnanlegt sjónarmið hvað varðar störf fólks.

„Aldur segir enda ekkert til um það hversu hæfur viðkomandi einstaklingur er til þess að sinna tilteknu starfi. Það er því ómálefnalegt að ákveða að 70 ára fólk geti ekki sinnt starfi af þeirri einu ástæðu að það er orðið 70 ára.“

Einnig segir að þótt heimilt væri að skerða starfsréttindi, sem njóta verndar í stjórnarskránni sem eign, þá þurfi að gæta meðalhófs.

„Ákvörðunin gengur eins langt og harkalega og mögulegt er og skerðir réttindi starfsmanns að öllu leyti án nokkurrar málefnalegrar ástæðu.“

Segir í stefnunni að sögn Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi