fbpx
Þriðjudagur 07.apríl 2020
Fréttir

Fluttur á bráðamóttöku eftir að fjórhjól valt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Par sem var í fjórhjólaferð á Hópsnesi síðastliðinn laugardag varð fyrir því að hjól þeirra valt. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en farþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala í Fossvogi.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þar segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að parið var aftast í röðinni og hafði dregist aftur úr ferðafélögunum. Ökumaðurinn greip þá til þess ráðs að stytta sér leið en ók á grjót með þeim afleiðingum að hjólið valt.

Enn fremur varð bílvelta á Reykjanesbraut sama dag þegar ökumaður skipti um akrein og bifreiðin lenti í krapa og hálku. Tvennt var í bifreiðinni og sluppu þau ómeidd. Fleiri óhöpp urðu en án meiðsla.

Þá voru fáeinir færðir á lögreglustöð vegna gruns um fíkniefnaakstur og tveir kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Goðsögn féll frá
Fréttir
Í gær

Kona fannst látin í Hafnarfirði – Tveir handteknir vegna málsins

Kona fannst látin í Hafnarfirði – Tveir handteknir vegna málsins
Fréttir
Í gær

Risaköngulær á Íslandi

Risaköngulær á Íslandi
Fréttir
Í gær

Enn vantar hjúkrunarfræðinga á Vestfirði

Enn vantar hjúkrunarfræðinga á Vestfirði
Fréttir
Í gær

Þórólfur ánægður: „Við erum undir bestu kúrvu sem er bara mjög ánægjulegt“

Þórólfur ánægður: „Við erum undir bestu kúrvu sem er bara mjög ánægjulegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi COVID-sjúklingur opnar sig um veikindin: „Mér brá verulega“

Fyrrverandi COVID-sjúklingur opnar sig um veikindin: „Mér brá verulega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest smit 1417 og tæplega 12 þúsund hafa lokið sóttkví

Staðfest smit 1417 og tæplega 12 þúsund hafa lokið sóttkví