fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Jóhannes snúinn aftur og opnar nýja stofu – Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota – „Þetta er grátlegt,skammarlegt og með öllu ómanneskjulegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 18. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tug kvenna, sem sakað hafa Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson, meðhöndlara, um kynferðisbrot, eru komnar með nóg af seinagangi kerfisins. Frá brotum Jóhannesar bárust fyrst fréttir haustið 2018 og hefur málinu, að sögn kvennanna, ekkert miðað áfram. Áður hafa konurnar gagnrýnt að Jóhannes fái áfram að starfa sem meðhöndlari, en brot hans munu hafa átt sér stað við slíka meðhöndlun. Jóhannes tilheyrir engu fagfélagi og því ekkert faglegt eftirlit með störfum hans.

Sjá nánar: Hátt í 30 konur saka Jóhannes um kynferðisbrot – Konráð:Vissi af þremur sem höfðu lent í einhverju misjöfnu

Í yfirlýsingu sem DV barst frá stórum hópi kvenna sem ásaka Jóhannes um gróf brot gegn sér segir:

„Við þolendur Jóhannesar getum ekki setið auðum höndum lengur og krefjumst þess að einhver fari að gera eitthvað. Hvað getum við gert þegar engin gerir neitt!!!! Þessi seinagangur í kerfinu hérna er engri manneskju bjóðandi. Að leggja það á þolendur að þurfa að bíða mánuðum, jafnvel árum saman eftir aðgerðum og eftir svörum er gjörsamlega að eyðileggja andlega heilsu okkar, kvennanna, sem ekki var nú góð fyrir sökum brota hans gegn okkur! Það þarf að ÝTA vel i þá sem hafa einhver völd í svona málum!!! Þetta er grátlegt, skammarlegt og með öllu ómanneskjulegt. Við vonum svo innilega að það verði farið að gera eitthvað! Maðurinn braut á fjölda kvenna! Flúði land og eftir sitjum við og bíðum og bíðum.VAKNIÐ!“

Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður kvennanna, sagði í samtali við Fréttablaðið í mars á síðasta ári, að henni finnist alvarlegt að Jóhannes hafi ekki verið stöðvaður. Hún sagðist hafa greint lögreglu frá konu sem hefði þá nýlega sakað Jóhannes um brot,  brot sem hafi átt sér stað á meðan Jóhannes var til rannsóknar lögreglu vegna annara ásakana um kynferðisbrot.

Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta brot hefði lögreglan stöðvað manninn strax í upphafi, enda lá þá strax fyrir rökstuddur grunur um að hann hefði brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna. Síðan er liðið hálft ár og maðurinn er enn að störfum svo best við vitum, sagði Sigrún þá í samtali við Fréttablaðið.

„Þetta vekur mann til umhugsunar um það hvernig unnið er að kynferðisbrotamálum innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar og maður veltir fyrir sér hvað þurfi til þess að maður, sem virðist stöðugt vera að brjóta á konum og jafnvel á meðan rannsókn stendur yfir, sé hnepptur í gæsluvarðhald.“

Nú fer að verða ár liðið frá því að Sigrún ræddi við Fréttablaðið. Jóhannes tilkynnti í júní í fyrra að hann hygðist hætta störfum hjá Postura og dveljast erlendis. Á síðu Postura segir þó í dag að Jóhannes sé snúinn aftur og muni hægt og rólega hefja aftur störf við meðhöndlun.

„Kæru viðskiptavinir Jóhannes hefur snúið aftur til Íslands og ætlar að byrja rólega að koma sér af stað og í form eftir 6 mánaðar frí
áætlunin er að gera nokkrar breytingar með vorinu og og opna nýja glæsilega meðferðarstofu þar sem áhersla verður lögð á alla þætti vandamála líkamanns og mun ítarlegri meðferðir,
meðferðartímar verða lengri og hnitmiðaðri að virkilega reynt komast inní rót vandans
hlakka virkilega tíl Nýrra tíma fullur af krafti og bakpoka fullan af visku og nýjum leiðum til að aðstoða þá sem þurfa“

með fullt hjarta af kærleg og bjartsýni
Jóhannes

Á meðan bíður á þriðja tug kvenna eftir framvindu ásakana sinna innan íslenska réttarkerfisins.  Jóhannes hefur áður tjáð sig um ásakanir kvennana, sem hann gefur lítið fyrir, þar sem hann sakar lögmann þeirra um annarlegar hvatir og biður fólk að vara sig á „crazy bitches þarna úti“.

Sjá einnig: 

Jóhannes stjörnumeðhöndlari opnar sig:„Að hennar sögn kom (ég) víst við snípinn á henni“

Jóhannes stjörnunuddari hættur hjá Postura – Margsakaður um kynferðisbrot gegn skjólstæðingum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi