fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Stefán horfði upp á vin sinn verða veikari: Enginn aðgangur að líkamsrækt, sundlaug eða bókum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2020 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að halda lifandi manneskju aðgerðarlausri er ein tegund pyndingar,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. Stefán skrifar pistil á baksíðu Mannlífs í dag þar sem hann segir frá vini sínum, ungum hælisleitanda frá Írak, sem kom hingað til lands í leit að betra lífi.

Stefán deilir á yfirvöld hér á landi vegna þeirra aðstæðna sem hælisleitendum er boðið upp á. „Ég varð ekki hissa þegar yfirvöld útlendingamála komu honum fyrir í blokk á gamla herstöðvarsvæðinu sem nú nefnist Ásbrú, á meðan unnið var úr hælisósk hans. Slíkt er alvanalegt. Það sem kom mér hins vegar á óvart var að uppgötva að þessum mönnum, sem flestir eru ungir karlmenn, væri haldið í algjöru aðgerðarleysi.“

Skapillur og dapur

Vinur Stefáns veiktist meðan á dvöl hans á Ásbrú stóð og endaði hann fárveikur á Landspítalanum. Stefán telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það með einföldum hætti.

Stefán segir að hann hafi sjálfur upplifað á eigin skinni hversu mikil áhrif það getur haft að vera aðgerðarlaus lengi. Hann var atvinnulaus hálft sumar þegar hann var nítján ára og viðurkennir að í fyrstu hafi það bara verið fínt.

„En eftir því sem vikunum fjölgaði varð erfiðara að togast fram úr á morgnanna. Svefninn fór í tómt rugl og smátt og smátt hægðist á allri heilastarfsemi. Ég varð skapillur, dapur og undir rest var það orðið stórverkefni að hafa sig niður í bæ til að fá vikulega stimpilinn hjá vinnumálaskrifstofunni. Samt var ég táningur sem bjó við allsnægtir í foreldrahúsum og þurfti í raun engar áhyggjur af hafa.“

Ein tegund pyndingar

Stefán segir að á Ásbrú sé hælisleitendum tryggð læknisþjónusta og þá fái þeir örlitla fjárhæð sem tryggir að þeir svelti ekki. Þar með er það upptalið. „Líf þeirra er endalaus bið inni á herbergi eftir næsta viðtali. Dag eftir dag. Viku eftir viku.“

Þá segist Stefán hafa vitað að hælisleitendur á Ásbrú fengju ekki strætókort til höfuðborgarsvæðisins, en með því væri hægt að rjúfa félagslega einangrun þeirra. „En mig óraði ekki fyrir því að þeir hefðu engan aðgang að líkamsrækt, sundlaug, bókum … Að halda lifandi manneskju aðgerðarlausri er ein tegund pyndingar.“

Stefán segist hafa í 40 daga horft upp á vin sinn verða veikari, fyrst líkamlega og svo andlega. Hann bendir svo á að hann hafi endað fárveikur á Landspítalanum með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð og mögulega varanlegu heilsutjóni.

„Hvort tveggja hefði mátt fyrirbyggja með einfaldri líkamsræktaraðstöðu eins og finna má í flestum sundlaugum. Sýnum mennsku og hættum að pynda menn sem eiga að heita skjólstæðingar okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu