Laugardagur 25.janúar 2020
Fréttir

Þórir vill breyta faðirvorinu í takt við nútímann og þéra Guð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeim landsmönnum fjölgar sem sagt hafa sig úr þjóðkirkjunni. Mikið er talað um aðskilnað ríkis og kirkju. Prestar eru ekki lengur embættismenn ríkisins og verða að sætta sig við að vera bara þjónar kirkjunnar,“ segir Þórir Gröndal kjörræðismaður og fyrrverandi sjávardýrasali í Ameríku.

Þórir skrifar pistil í Morgunblaðinu þar sem hann segir vera þörf á því að endurskoða kirkjumálin víða og þurfi að færa þau í nútímalegra horf, sér í lagi á Íslandi. Leggur hann þá til að faðirvorið verði endurbætt og gert auðskiljanlegra, sem hann telur vera nauðsynlegt fyrir börnin. Hann telur það vera fáránlegt að kalla bænina „faðirvorið“ og segir það skiljanlegt að litlir krakkar haldi að hún hafi eitthvað með árstíðirnar að gera.

„Á ensku heitir bænin „Lords prayer“ og Drottinn er þar þéraður eins og vera ber,“ segir Þórir. „Í flestum útgáfum bænarinnar úti í heimi er Guð ávallt þéraður en biðjandinn þúar sjálfan sig. Sá sem þýddi bænina á íslensku á 13. öld ákvað að sýna Guði sínum minni virðingu en sér sjálfum.“

Samkvæmt Þóri er Drottinn þúaður í faðirvorinu en biðjandinn þérar sjálfan sig. „Það finnst mér aftur á móti ótækt,“ segir Þórir. „Þéringar eru vissulega næstum horfnar á Íslandi, þótt við þérum enn embættismenn, biskupa, ráðherra og þjóðarleiðtoga. Samt þúum við Guð í faðirvorinu.

Þórir segir alls kyns hneyksli, aðallega kynferðisleg, hafa hrjáð kirkjur hins vestræna heims og hefur því fólki fækkað stöðugt sem sækir messur og aðrar trúarathafnir. Að hans sögn á það sérstaklega við um ungu kynslóðina, sem hann segir hafa lítinn áhuga á hinni hefðbundnu kristnu trú. „Það virðist vera svo margt annað sem situr í fyrirrúmi. Tölvumál og samfélagsmiðlar standa þar upp úr,“ segir Þórir.

Kjörræðismaðurinn gerir sér grein fyrir erfiðleikum þess að fá faðirvorinu breytt, enda það komið inn í haus flestra landsmanna í sinni núverandi mynd. Þórir gerir sérstaka athugasemd við kaflann: „Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum” og segir að þessu þurfi að breyta.

„Ef skuldunum væri breytt í syndir og Guð þéraður myndi bænin batna mikið að mínu mati,“ segir Þórir. „Þá yrði sagt: „Fyrirgefið syndir okkar sem og við fyrirgefum þeim, sem syndga gegn okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Í gær

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“
Fréttir
Í gær

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við
Fréttir
Í gær

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum