fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Lögregluþjónninn neitar sök í máli Ingvars: Stakk hníf í gegnum síma

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 9. september 2019 15:32

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag lýsti lögregluþjónninn Bjarni Ólafur Magnússon ótrúlegri eftirför í Héraðsdómi Reykjavíkur. Frá þessu greinir Fréttablaðið.

Bjarni er ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og brot í starfi sínu, vegna máls þar sem að tveir lögreglubílar eltu jeppa meints heimilisofbeldismanns. Bjarni sem er eins og áður segir lögreglumaður er sakaður um að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum í eftirförinni.

Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um heimilisofbeldi í Biskupstungum, á heimili Ingvars Arnars Karlssonar, en á heimilinu voru börn hans og kona. DV fjallaði um málið fyrir nokkru

Ingvar er sagðir hafa stungið hníf í gegnum síma og látið illa í gröfu sem var fyrir utan heimili sitt. Hann á að hafa verið ölvaður þegar atburðarásin átti sér stað og verið ógnandi við konuna og börnin.

Þegar lögreglubílar voru að koma vettvang eiga þeir að hafa mætt jeppa Ingvars á 114 kílómetra hraða. Þá hófst eftirförin.

Ingvari á að hafa tekist að þvinga annan lögreglubílinn af veginum þegar reynt var að taka fram úr jeppanum, sem á þó líka að hafa farið af veginum. Jeppinn komst aftur á veginn og hélt þá eftirförin áfram.

Bjarni sagði að engar athugasemdir hafi verið gerðar við það þegar hann ákvað að keyra í jappa Ingvars, til þess að stöðva hann, þar sem að erfitt hafi reynst að taka fram úr honum.

Lögreglubíll Bjarna á þá að hafa keyrt þrisvar í jeppa Ingvars sem missti í kjölfarið stjórn á ökutækinu og fór útaf veginum. Bíllinn valt og á Ingvar að hafa hlotið alvarlega áverka, brotið hálslið og fengið sár á hnakka sem var opið að höfuðkúpu.

Bjarni neitaði sök og sagði að réttri aðferð hafði verið beitt, enda séu aðgerðir sem þessar ítrekað æfðar hjá lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“