fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fréttir

Guðbjörn vill að forseta Indlands verði mótmælt: „Advania hlýtur að flagga regnbogafánunum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. september 2019 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörn Guðbjörnsson, stjórnsýslufræðingur, yfirtollvörður, söngvari og fyrrverandi Sjálfstæðismaður, kallar eftir því að komu forseta Indlands til Íslands verði mótmælt. Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, kom til landsins í morgun.

Guðbjörn skrifar pistil sem birtist á Viljanum og er ljóst að tilgangurinn er að benda á meintan tvískinnung í því að mótmæla komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands en ekki mótmæla komu Kovind.

„Staða samkynhneigðra er afar slæm í Indlandi eða með því versta sem gerist í öllum heiminum. Advania hlýtur að flagga regnbogafánunum núna í hálfa stöng og borgarstjórinn kemur auðvitað hjólandi auk þess sem Guðni verður áfram með perluband Krafts,“ skrifar Guðbjörn.

Hann gefur í skyn að Pence hafi einungis verið mótmælt vegna þess að mörgum Íslendingum sé illa við Bandaríkin. „Auðvitað hljóta þingmenn VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar að mótmæla komu forsetans og það gera væntanlega Samtökin 78, félagið Ísland-Palestína, Solaris, Rauði krossinn og önnur góð og gild félög. Við vitum jú öll að hér á landi hefur aldrei verið um hreint og klárt Kanahatur að ræða, heldur verður eitt yfir alla þrjóta og dusilmenn að ganga, ekki satt?,“ spyr Guðbjörn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Telur að Gunnar fái í mesta lagi sex ára fangelsi

Telur að Gunnar fái í mesta lagi sex ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“
Fréttir
Í gær

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur
Fréttir
Í gær

Fangelsisrefsing liggi við fölsun og dreifingu nektarmynda

Fangelsisrefsing liggi við fölsun og dreifingu nektarmynda
Fréttir
Í gær

100 manna glæpagengi umsvifamikið í afbrotum – Vanmáttug lögregla

100 manna glæpagengi umsvifamikið í afbrotum – Vanmáttug lögregla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkislögreglustjóri auglýsir eftir egypsku fjölskyldunni

Ríkislögreglustjóri auglýsir eftir egypsku fjölskyldunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómur hafnar kröfu írakskrar fjölskyldu – Óttuðust „valdamikinn hershöfðingja“ vegna ljósmynda úr svallpartíi

Héraðsdómur hafnar kröfu írakskrar fjölskyldu – Óttuðust „valdamikinn hershöfðingja“ vegna ljósmynda úr svallpartíi