Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Fréttir

Grunur um salmonellusmit hjá Reykjagarði – Kjúklingur innkallaður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. september 2019 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun varar við neyslu á kjúklingum merktum vörumerkjum Holta, Kjörfugls eða Krónunnar með rekjanleikanúmerunum 003-19-31-201 og 001-19-31-302. Fyrirtækið Reykjagarður ehf. hefur stöðvað dreifingu og hafið innköllun eftir greiningu salmonellu í tveimur sláturhópum í innra eftirliti fyrirtækisins.

Í reglubundnu eftirliti með Salmonellu í kjúklingaslátrun kom upp grunur um að Salmonella hafi greinst í tveimur kjúklingahópum Reykjagarðs.

Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerunum 003-19-31-201 og 001-19-31- 302 seldar undir vörumerki Holta, Kjörfugl og Krónan.

Dreifing á afurðum hefur verið stöðvuð og hefur Reykjagarður nú þegar hafið innköllun afurða.

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila inn vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs Fosshálsi 1. 110
Reykjavík.

Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt er þessi kjúklingur hættulaus fyrir neytendur, passa þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra
matvöru og steikja vel í gegn.

Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðar af
Salmonellu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Íslenskar spillingarsögur: „Ég tilkynnti þjófnaðinn“ – Annar rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu

Íslenskar spillingarsögur: „Ég tilkynnti þjófnaðinn“ – Annar rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ruddist inn í íbúð hjá ókunnugum

Ruddist inn í íbúð hjá ókunnugum
Fréttir
Í gær

Rúta fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum

Rúta fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum
Fréttir
Í gær

Þorbergur um handtökuna: „Vertu rólegur, vertu rólegur“ – Fær bætur frá lögreglu og íhugar mál gegn Wizz air

Þorbergur um handtökuna: „Vertu rólegur, vertu rólegur“ – Fær bætur frá lögreglu og íhugar mál gegn Wizz air