fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Gekk á milli bíla og skemmdi þá

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. september 2019 08:13

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um skemmdarverk í Árbæ á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þar var um að ræða einstakling sem gekk á milli bíla og skemmdi þá. Þetta var eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem lögregla fékk inn á borð til sín í gærkvöldi og í nótt.

Nokkuð var um mál tengd ölvun- og fíkniefnaneyslu ef marka má skeyti sem lögregla sendi fjölmiðlum í morgun. Þannig var óskað eftir aðstoð við Gistiskýlið á sjötta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem lét ófriðlega, skömmu síðar var tilkynnt um ölvaðan mann sem svaf á gangi stigahúss í Hlíðunum. Rétt fyrir klukkan 19 í gærkvöldi var svo tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Nokkrir ökumenn voru þar að auki teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögregla handtók svo þrjá einstaklinga í Hafnarfirði en mennirnir eru grunaðir um þjófnað á ökutæki og eignaspjöll. Einn af hinum handteknu er auk þess grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var tilkynnt um eignaspjöll á bifreið í Mosfellsbæ á sjöunda tímum í gærkvöldi. Þar var búið að brjóta rúðu í bifreiðinni.

Loks var tilkynnt um tvo einstaklinga að reyna að brjótast inn í hús í Árbænum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Mennirnir fóru á brott þegar þeir urðu varir við húsráðanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt