fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Efasemdir um áform WOW: „Þetta þótti mér mjög skrýtin yfirlýsing“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. september 2019 09:04

Michelle Roosevelt Edw­ards, stjórn­ar­formaður USA­erospace Associa­tes LLC. , wow air endurreist. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er nokkuð sem maður er óvanur að sjá. Byrja á því að blæða peningum, maður þarf ekki að byrja svona snemma ef pælingin er að vera með langtímarekstur. Þetta þótti mér mjög skrýtin yfirlýsing,“ segir Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, í Morgunblaðinu í dag.

Eins og tilkynnt var á föstudag mun WOW air hefja aftur starfsemi í októbermánuði. Michelle Roosevelt Edw­ards, stjórn­ar­formaður USA­erospace Associa­tes LLC, tilkynnti þetta á blaðamannafundi. Sagði Michelle að vörumerki WOW air væri sterkt og markmiðið væri að byggja á traustum grunni WOW air. Kom fram að fyrsta flugið yrði frá Washington til Keflavíkur í október en sala á miðum myndi að líkindum hefjast í vikunni.

Eftir fundinn á föstudag hafði DV samband við flugvallaryfirvöld í Washington en svörin sem blaðið fékk voru á þá leið að ekkert væri frágengið með flug til og frá Washington Dulles-flugvelli á vegum nýrra eigenda WOW.

Fyrsta spurning DV var þess efnis  hvort USAerospace Associates LLC fyrir hönd WOW air væri komið með leyfi til að lenda á og fljúga frá Washington Dulles flugvelli. Svar frú Saull var eftirfarandi:

„Teymi hjá Washington Dulles alþjóðaflugvellinum hélt fund með frú Ballarin og samstarfsaðilum hennar í síðast mánuði varðandi flugvallarþjónustu á vellinum. En engin flug hafa verið fastsett með WOW air til og frá flugvellinum og ekki hefur verið samið um neina flugvallarþjónustu.“

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að óljóst sé hver raunverulegur flugrekstraraðili er þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um flugrekstrarleyfi. Ekkert flugrekstrarleyfi hafi verið skráð hjá samgönguráðuneyti Bandaríkjanna fyrir fyrirtæki sem bera nafnið WOW AIR LLC, USAerospace Associates LLC eða OAG.

Michelle sagði einnig á blaðamannafundinum að áhersla væri á að bjóða upp á góðan mat um borð í vélum félagsins. Jón Karl Ólafsson segir að það veki upp ákveðnar spurningar. „Ef menn eru að ræða um að selja betri mat eru menn væntanlega að fara að selja hann á dýrara verði og þá er þetta ekki lengur lággjaldafélag,“ segir hann. Þá segir hann skrýtið að hefja flug í október, á þeim tíma þegar alla jafna dregur úr eftirspurn eftir flugi til og frá landinu.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.is, kveðst í samtali við Morgunblaðið einnig hafa ákveðnar efasemdir. „Mér finnst þetta enn ekki nógu sannfærandi. Maður þyrfti að fá nánari upplýsingar um hvernig að þessu verður staðið. Við vitum enn ekki hvaða flugrekstrarleyfi þau ætla að nota,“ segir hann en tekur fram að mögulega muni annað fyrirtæki í eigu Michelle var flugrekstraraðili  „Þetta hlýtur að koma í ljós þegar félagið hefur miðasölu í vikunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Milla Ósk er að bilast: Póstdreifing hættir ekki að koma með ruslpóstinn – „Enn og aftur er ég farin að svitna af pirringi“

Milla Ósk er að bilast: Póstdreifing hættir ekki að koma með ruslpóstinn – „Enn og aftur er ég farin að svitna af pirringi“
Fréttir
Í gær

Pétur á Útvarpi Sögu með lausn á hamfarahlýnuninni: „Sameina fóstureyðingar og mannát“

Pétur á Útvarpi Sögu með lausn á hamfarahlýnuninni: „Sameina fóstureyðingar og mannát“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Cafe Amour: Þorbergur rotaði mann með einu höggi og rústaði gleraugum annars

Sauð upp úr á Cafe Amour: Þorbergur rotaði mann með einu höggi og rústaði gleraugum annars
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þau vilja búa á Íslandi til æviloka en nú er draumurinn í uppnámi – Getur þú hjálpað þeim?

Þau vilja búa á Íslandi til æviloka en nú er draumurinn í uppnámi – Getur þú hjálpað þeim?