Föstudagur 13.desember 2019
Fréttir

Bjarni Kristjánsson látinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. september 2019 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Kristjánsson, fyrrverandi rektor Tækniskólans, er látinn, níræður að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en Bjarni lést síðastliðinn föstudag, 6. september.

Bjarni varð rektor Tækniskólans árið 1966 en hóf störf þar sem kennari þegar skólinn var stofnaður árið 1964. Hann var rektor allt til ársins 1990 en hélt áfram að sinna kennslu í tæknigreinum í nokkur ár til viðbótar eftir að hann hætti sem rektor.

Bjarni var vélaverkfræðingur að mennt og starfaði sem verkfræðingur hjá Skeljungi og hjá flugher Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli áður en hann fór yfir í Tækniskólann.

Í umfjöllun Morgunblaðsins í dag er bent á að Bjarni hafi verið mikill áhugamaður um veiði og var hann einn af stofnfélögum Ármanna, félags um stangveiði á flugu.

Bjarni kvæntist Snjólaugu Bruun árið 1953 og áttu þau sex börn saman. Afkomendur þeirra eru orðnir 34.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Voru með fíkniefni innvortis

Voru með fíkniefni innvortis
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Martröð í 10-11 – Ráðist á Pétur á jólunum: „Þetta er ekkert líf“

Martröð í 10-11 – Ráðist á Pétur á jólunum: „Þetta er ekkert líf“
Fréttir
Í gær

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur
Fréttir
Í gær

Milljarðatjón vegna óveðursins

Milljarðatjón vegna óveðursins