fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sanna varð fyrir kynþáttaníði sem barn – „Núna ætla ég ekki að þegja. Núna ætla ég ekki að leiða þetta fram hjá mér“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. september 2019 17:51

Sanna Magdalena

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, hélt kraftmikla ræðu á samstöðufundi gegn nasisma á Lækjartorgi í gær. Í erindi sínu sagði hún það hlutverk okkar samfélagsins að leyfa skaðlegri hugmyndafræði ekki að ná fótfestu á Íslandi.

Sanna hóf ræðu sína á því að deila reynslu hennar af kynþáttaníði á Íslandi.

„Hey negri ég skeit á þig áðan, sagði unglingsstrákurinn þegar hann gekk fram hjá mér og vinkonum mínum. Við vorum að rölta fram hjá skólanum okkar og vorum sennilega 12-13 ára, og hann nokkrum árum eldri, strákur úr sama skóla og við. Ég býst við því að hann hafi verið að vísa í mig, dökku stelpuna og einhvers konar hugmyndir um óæðri samfélagsskipan fólks með dökkan húðlit sem hann líkti við saur.“

Viðbrögð Sönnu voru að leiða þetta hjá sér, þykjast ekki taka eftir ummælunum og ekki virða strákinn viðlits.

„Þetta er bara einhver strákakjáni sem er sennilega að reyna að virka harður af sér fyrir vinahópinn sinn. Kannski er hann að reyna að vera töffari. Haltu bara áfram, ekki sýna að þetta trufli þig. En núna ætla ég ekki að þegja. Núna ætla ég ekki að leiða þetta fram hjá mér. Núna ætla ég ekki að hundsa þetta. Núna segi ég stopp. Þetta er ekki í lagi.“

Hún segir að Ísland sem samfélag þurfi að vera vakandi fyrir fordómum og tilbúið að benda á þá og hjálpa þeim sem fyrir þeim verða.

„Því fyrir okkur sem þorum stundum ekki að segja eitthvað, ætlum bara að leiða þetta fram hjá okkur og þykjast ekki heyra, þá getur skipt sköpum að hafa einhvern sem getur tekið slaginn fyrir okkur og með okkur þegar við getum það ekki. Eða þegar við biðjum um hjálp. Þannig sýnum við samstöðu.“

Sanna gagnrýnir fyrirhugaða þrengingu refsiákvæðis um hatursorðræðu. Ákvæðið sé nauðsynlegt til að tryggja það að frelsi eins til að tjá sig gangi ekki gegn mannréttindum annarra.

„Til þeirra sem vilja auka tjáningarfrelsið, spyr ég til baka, hvað um frelsi fólks til að lifa í öruggu samfélagi? Frelsi fólks til að lifa óáreitt, vegna þjóðernis, litarháttar, uppruna, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar? Frelsi til að labba um torg götunnar fullviss um að enginn spúi sinni útilokandi og niðrandi tjáningu yfir sér?“

Samfélagið verður að sameinast gegn hatri og hafna hugmyndafræði sem býr til ógn eða óvin úr einstaklingum vegna trúar þeirra, húðlitar, uppruna eða kynvitund.

„Með samstöðu útilokum við fordóma og sköpum gott samfélag, þar sem allir tilheyra.

Brjótum niður veggi skaðsamlegrar og útilokandi hugmyndafræði. Brjótum niður alla múra sem útiloka fólk. Og brjótum niður alla þá veggi sem standa í vegi fyrir því að hér getum við lifað í öruggu, góðu samfélagi. Það gerum við með því að fagna fjölbreytileikanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás