fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
Fréttir

Þá og nú – „Við eigum að nafngreina suma og aðra ekki“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 7. september 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hingað á DV fyrr í vikunni bárust fagnaðartíðindi úr vefmælingum Gallup. Í þeim kom í ljós að rúmlega 130 þúsund notendur skoða dv.is á degi hverjum að meðaltali. Vorum við aðeins tvö hundruð einstaklingum frá því að slá nýtt met. Þó sárt sé að hugsa til þess hve nálægt við vorum þá er samt ótrúlegt að hugsa til árangursins sem náðst hefur.

Notendum DV hefur fjölgað um helming ef við lítum tæp tvö ár aftur í tímann og það er margt sem spilar inn í þá velgengni. Lykillinn að velgengninni er auðvitað fólkið á gólfinu sem hamrar á lyklaborðið allan liðlangan daginn, tekst á við erfið mál, skemmtileg mál og furðufréttir og lætur aldrei deigan síga.

Það hefur vakið mig til umhugsunar um hvernig fjölmiðlaheimurinn hefur breyst þau sextán ár sem ég hef starfað í honum. Þótt ég sé lítið fyrir það að dvelja í fortíðinni og bera saman mismunandi tímabil í mínu lífi þá geri ég það óhjákvæmilega þegar ég fer yfir feril minn í fjölmiðlum og hvernig landslagið hefur breyst.

Í dag virðast kröfur almennings til fjölmiðla breytast frá degi til dags. Við megum ekki vera of lin við suma en samt ekki ganga of hart fram. Við verðum að segja ítarlega frá einu svínaríinu en segja sem minnst um annað. Við eigum að grafa, en ekki of djúpt. Við eigum að vera pínulítið flippuð – en ekki of mikið. Við eigum að nafngreina suma og aðra ekki. Ólíkt því sem gerist og gengur á fjölmiðlum þá virðist almenningur ekki vera búinn að fastmóta einhverjar ákveðnar siða- eða verkreglur sem þeir vilja að fjölmiðlar fari eftir, einhverja línu sem eigi að dansa á. Þessi lína sveiflast eins og lauf í vindinum. Fjölmiðlar eru nefnilega ekki upplýsingamiðstöð. Þeir segja fréttir sem eiga erindi við almenning. Þessar fréttir eru oft ekki fallegar eða þægilegar en þær verður að segja.

Þetta er almenningur. Opinberar stofnanir og aðilar eru síðan allt annar handleggur. Sú breyting sem ég hef skynjað og upplifað á samskiptum þessara aðila og fjölmiðla núna og fyrir sextán árum er enn meiri. Og grafalvarleg. Í raun mikið umhugsunarefni. Það gerist sí og æ að fjölmiðlum er neitað um upplýsingar, það dregið að veita þær svo lengi að þær nánast gleymast og grafið undan trausti almennings til fjölmiðla með alls kyns þöggunartilburðum. Svo er stundum tekið upp persónuverndarspjaldið og vonað að gruggug mál sökkvi ofan í síkið.

Hraðinn, álagið og stuðið hefur samt ekkert breyst. Forvitni er það sem drífur fólk áfram og tilfinningin þegar góð frétt, frábært viðtal eða magnaðar fréttaskýringar fæðast er ólýsanleg. Það er það sem heldur fólki í þessu fagi og smitar það af þessari alræmdu bakteríu.

Æ oftar sé ég því fleygt fram á samfélagsmiðlum í umræðu um fjölmiðlafólk að það sé harðbrjósta og geri í því vísvitandi að koma illa við fólk. Það virðist vera það útbreitt álit að það veldur mér nokkrum áhyggjum. Ég er stolt af því að vinna í fjölmiðlum og ég hef gaman af vinnunni minni enn þann dag í dag, eftir sextán ár í starfi. Það er enn jafn gaman að landa fréttum og viðtölum og það er enn jafn stórkostlegt að bæta heimsóknarmet dag eftir dag. Þó að allt annað í kringum mig breytist þá hef ég allavega alltaf það.

Takk lesendur DV fyrir að halda okkur við efnið og láta í ykkur heyra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Grindavík sigraði Magna
Fréttir
Í gær

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð
Fréttir
Í gær

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu
Fréttir
Í gær

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“
Fréttir
Í gær

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikilvæg skilaboð frá landlækni – Þekkjum smitleiðirnar

Mikilvæg skilaboð frá landlækni – Þekkjum smitleiðirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krár og skemmtistaðir opna aftur

Krár og skemmtistaðir opna aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega helmingur nýsmitaðra ekki í sóttkví

Rúmlega helmingur nýsmitaðra ekki í sóttkví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar og Sverrir í sorpið

Gunnar og Sverrir í sorpið