fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Þráinn varpar ljósi á „ógnarstjórn“ Sólveigar: „Lauk þessu þannig að starfsmanninum var fylgt úr húsi fyrir framan aðra starfsmenn“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 25. september 2019 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar, var rekinn í maí 2018 en honum var tilkynnt það á fjölmennum starfsmannafundi af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Hann skrifar pistil um Eflingu og stöðuna þar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Pistill Þráins ber yfirskriftina Hreinsanir á Eflingu.

„Þó að þetta væri sví­v­irðileg fram­koma við mig lét ég nægja að mót­mæla þess­ari fram­komu for­manns Efl­ing­ar á fund­in­um. Þetta var stór stund í lífi manns sem hafði ætíð lagt all­an sinn metnað í starf sitt, að fá nú þessa köldu kveðju frammi fyr­ir nær öll­um vinnu­fé­lög­un­um eft­ir hálf­an fjórða ára­tug í starfi fyr­ir verka­lýðshreyf­ing­una. Sól­veig Anna full­yrti á þess­um fundi að fleiri starfs­mönn­um yrði ekki sagt upp störf­um. Ég hef ekki lýst op­in­ber­lega skoðun minni á fram­komu for­ystu Efl­ing­ar þó að oft hafi mér blöskrað fram­ganga „hinn­ar nýju verka­lýðsfor­ystu“ eins og þau hafa sjálf kallað sig.“

Þráinn segir ástæðuna fyrir skrifum sínum vera atburðarrásina sem síðar varð.

„For­ystu­menn Efl­ing­ar hafa á þeim tíma sem liðinn er hagað sér gagn­vart starfs­mönn­um eins og verstu at­vinnu­rek­end­ur. Þau hafa brotið öll mann­leg siðalög­mál í sam­skipt­um við starfs­menn.“

Hann segir Sólveigu Önnu og Viðar Þorsteinsson hafa hafið ferilinn með því að afþakka þá aðstoð sem fyrrverandi formaður bauð þeim.

„Hann ráðlagði þeim að halda í starfi þeim starfs­mönn­um sem réðu yfir ómet­an­legri reynslu og þekk­ingu á öllu starfi fé­lags­ins. Þau ráð voru höfð að engu. Harpa Ólafs­dótt­ir, sviðsstjóri kjara­mála, sem hafði leitt kjara­samn­inga fé­lags­ins með for­ystu­mönn­um Efl­ing­ar og Flóa um langt ára­bil, bauð fram aðstoð sína. Þau losuðu sig við hana. Hún leiðir nú samn­inga Reykja­vík­ur­borg­ar.

Þráinn segir þessa þrjá einstaklinga hafa verið með mestu þekkinguna þegar kom að stjórnun kjarasamninga en þeir voru allir horfnir af vettvangi á örfáum dögum.

„Þá var komið að fjár­mála­stjóra fé­lags­ins og bók­ara. Þær Kristjana Val­geirs­dótt­ir fjár­mála­stjóri og Elín Kjart­ans­dótt­ir bók­ari höfðu báðar starfað lengi við fjár­reiður og bók­hald Efl­ing­ar og Kristjana hafði áður verið gjald­keri eldri fé­laga og fylgt Dags­brún í gegn­um all­ar sam­ein­ing­ar til stofnun­ar Efl­ing­ar. Á öll­um aðal­fund­um höfðu þær fengið mikið hrós fyr­ir stjórn­un fjár­mála frá end­ur­skoðend­um fé­lags­ins enda fjár­hags­staða sjóða traust und­ir­staða rétt­inda fé­lags­manna.

„Logið upp sökum á þær“

Hann segir forystumenn Eflingar hafa farið langar leiðir til þess að losa sig við starfsmennina.

„Til að losa sig við þessa starfs­menn var logið upp sök­um á þær báðar, þær lagðar í einelti og sýnd van­v­irðandi fram­koma sem gerði þeim ókleift að starfa á vinnustaðnum. Eft­ir að hafa reynt að þrauka vik­um sam­an í óá­sætt­an­legu and­rúms­lofti fóru þær báðar að ráðlegg­ing­um lækna sinna sem töldu að þetta ástand á skrif­stofu Efl­ing­ar væri ógn við heilsu þeirra og líf. Síðan þá hafa þær báðar glímt við van­heilsu og þurft að leita lækn­is- og sál­fræðiaðstoðar. Þær höfðu alla tíð beitt ýtr­asta aðhaldi og eft­ir­liti við alla fjár­mála­gern­inga. Í fjölmiðlum hef­ur komið fram að í þessu aðhaldi sé að leita skýr­ing­anna á fram­komu for­ystu­manna Efl­ing­ar.“

Þráin segir hina „nýju stétt“ yfirmanna á Eflingu hafa verið ógnarstjórn, þeir sem andmæltu féllu þegar í stað í ónáð.

„Það er al­kunna að öll­um bylt­ing­um fylg­ir ógn­ar­stjórn meðan nýir vald­haf­ar eru að ná tök­um á stöðunni. Hin „nýja stétt“ yf­ir­manna á Efl­ingu tamdi sér þann stjórn­un­ar­stíl að þeir sem and­mæltu þeim eða reyndu að leiðbeina þeim féllu þegar í stað í ónáð. Annaðhvort var að hlýða yf­ir­mönn­um í einu og öllu eða taka pok­ann sinn. Þetta var þeim mun al­var­legra vegna þess að starfs­menn sem urðu fyr­ir þess­ari fram­komu höfðu langa reynslu og víðtæka þekk­ingu af starfi fyr­ir fé­lagið.“

„Ég veit að það er erfitt fyr­ir les­end­ur að trúa þessu“

Þráinn talar um síðasta brottrekstur Eflingar en hann segir að þá hafi starfsmanni verið sagt upp störfum fyrirvaralaust.

„Hon­um var gert að mæta sam­stund­is hjá fram­kvæmda­stjóra þar sem fyr­ir var „full­trúi starfs­manna“ sem fram­kvæmda­stjóri hafði sjálf­ur valið til setu á fund­in­um. Ástæða upp­sagn­ar var sögð skipu­lags­breyt­ing­ar. Fljót­lega kom í ljós að það var fyr­ir­slátt­ur enda ráðnir þrír nýir starfs­menn um svipað leyti og eng­in af verk­efn­um viðkom­andi starfs­manns voru lögð niður. Kunn­ug­legt bragð stjórn­enda fyr­ir­tækja, ekki satt! Áminn­ing­ar­fer­ill var ekki virt­ur í sam­ræmi við ákvæði kjara­samn­ings. Í næsta her­bergi beið einn lög­manna ASÍ. Þegar starfsmaður­inn neitaði að skrifa und­ir móttöku upp­sagn­ar­bréfs tók lögmaður ASÍ að sér að reyna að sann­færa starfs­mann­inn um að þessi fram­koma fram­kvæmda­stjór­ans væri í lagi. Eng­inn varði hags­muni starfs­manns­ins á fund­in­um. Eng­inn var henni til aðstoðar. Lauk þessu þannig að starfs­mann­in­um var fylgt úr húsi fyr­ir fram­an aðra starfs­menn og tek­inn af henni lyk­ill og bíla­kort. Starfs­mann­in­um var síðan meinað að mæta á fyrr­ver­andi vinnustað sinn á skrif­stofu­tíma til að sækja per­sónu­lega muni sína.

Ég veit að það er erfitt fyr­ir les­end­ur að trúa þessu en svona eru vinnu­brögð for­ystu Efl­ing­ar sem hef­ur það að meg­in­hlut­verki að verja launa­menn, rétt­indi þeirra og stöðu. Þannig hafa þau hagað sér.“

Þráinn segir að nú séu mál fjögurra starfsmanna í meðferð lögmanna en starfsmennirnir hafa þurft að útvega sér þá til þess að gæta hagsmuna sinna.

„Þá eru einnig fleiri starfs­menn í lang­tíma fjar­vist­um sem hafa hrak­ist burt af vinnustaðnum vegna fram­komu stjórn­enda. Fram að valda­töku hinn­ar „nýju stétt­ar“ var það venja í fé­lag­inu að lögmaður fé­lags­ins gætti hags­muna starfs­manna ef erfið ágrein­ings­mál komu upp. Lög­manns­stofa úti í bæ svar­ar nú er­ind­um starfs­manna. Ljóst er að lög­manns­stof­an úti í bæ hef­ur aðeins eitt hlut­verk. Að hafna öll­um kröf­um starfs­manna um rétt­láta málsmeðferð og ásætt­an­leg­ar niður­stöður í mál­um starfs­manna sem hrakt­ir hafa verið úr störf­um sín­um eða í veik­inda­leyfi.“

Hann segir að í málum þessara starfsmanna sé það ljóst að um gríðarlega lífskjaraskerðingu sé að ræða.

„Sér­stak­lega er ámæl­is­vert að tvær þeirra eru að nálg­ast líf­eyris­töku og því er um millj­óna skerðing­ar á framtíðar­kjör­um að ræða. Starfs­menn hafa leitað til SGS og ASÍ með mál sín og þar hafa þau legið til af­greiðslu mánuðum sam­an óaf­greidd.“

„Sama um sína eigin starfsmenn“

Þráinn tekur það fram að það sé afar mikilvægt að forystumenn stéttarfélaga búi yfir þekkingu á lögum og kjarasamningum. Þá sé það einnig mikilvægt að forystumennirnir hafi ríka réttlætiskennt og beri virðingu fyrir skoðunum annarra.

„En allra mik­il­væg­ast er að koma vel fram við fólk. Stjórn­end­ur verka­lýðsfé­laga eru fyr­ir­mynd­ir stjórn­enda fyr­ir­tækja. Þeir verða að koma fram við starfs­menn sína eins og þeir vilja að aðrir stjórn­end­ur komi fram við fé­lags­menn. Þar falla formaður Efl­ing­ar og fram­kvæmda­stjóri á öll­um prófum. Í rúmt ár hafa þau aldrei grennsl­ast fyr­ir um heilsu­far eða líðan starfs­manna í veik­inda­leyf­um. Þeim virðist vera ger­sam­lega sama um sína eig­in starfs­menn. Allt sam­band við þau er í gegn­um lög­manns­stofu úti í bæ. Starfs­menn í veik­inda­leyf­um hafa verið tekn­ir út af starfsmannalist­um og skorið á alla upp­lýs­inga­gjöf til þeirra. Þá eru dæmi um að starfs­menn sem reynt hafa að koma upp­lýs­ing­um til samstarfsmanna eða á vef fé­lags­ins hafi upp­skorið það eitt að at­huga­semd­ir og er­indi þeirra séu hreinsuð af spjall­rás­um og vef Efl­ing­ar.“

Hann segir að nú hafi forystumenn Eflingar rekið eða afþakkað störf að minnsta kosti sex starfsmanna en auk þess sé á annar tugur starfsmanna skráðir langtímaveikir eða hafa verið veikir mánuðum saman.

„Þetta hef­ur aldrei þekkst á Efl­ingu fyrr en nú. Þá hef­ur for­yst­an rekið úr starfi a.m.k einn starfs­mann sem hún réði sjálf til að stjórna verkfallsmál­um. Nú ræðir for­ysta fé­lags­ins hvort reka eigi stjórn­ar­mann sem „læt­ur ekki að stjórn“. Þetta eru dæmi um hreins­an­ir og ógn­ar­stjórn eft­ir byltingu.Mín skoðun er sú að hin nýja stétt í for­ystu Efl­ing­ar stefni að því að hreinsa út alla starfs­menn og þekk­ingu sem kem­ur úr eldra um­hverfi félagsins. Brottrekst­ur og lang­tíma­veik­indi reyndra starfs­manna hlýt­ur að segja til sín fyrr en síðar í þjón­ustu við fé­lags­menn.“

„Líttu þér nær, Sólveig“

Þráinn vitnar í lokin í skrif Sólveigar Önnu í Fréttablaðinu þann 19. september síðastliðinn en þar talaði hún um meðferð á útlentingum.

„Þar seg­ir hún að til viðbót­ar hinni öm­ur­legu hegðun at­vinnu­rek­enda bæt­ist van­v­irðandi fram­koma og hót­an­ir… séu notaðar til að kúga fólk til hlýðni. Ég tel að formaður Efl­ing­ar þurfi ekki að fara langt frá vinnustað sín­um til að upp­lifa ná­kvæm­lega sama hug­ar­far. Á því hafa burtrekn­ir starfs­menn og fólk sem hrakið hef­ur verið í lang­tíma­veik­indi fengið að kenna. Líttu þér nær, Sól­veig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu