fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Fréttir

Glúmur lenti í hörðum átökum: „Þessi dagur er dagur til að gleyma“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glúmur Baldvinsson segist hafa lent í hörðum átökum við Olís á Granda og litlu hafi mátt muna að verr færi. Þetta kemur fram á Hringbraut. „Þessi dagur er dagur til að gleyma. Hef ekki tekið mér frí síðan 29. ágúst og leyfði mér því að sofa út á drungalegum sunnudegi. Vaknaði og hélt til dóttur minnar en ákvað á leiðinni að þrífa bílinn og losa drasl,“ lýsir Glúmur.

Hann ákvað að stoppa á Olís á Granda og þrífa húsbíl sinn. Þegar hann var að spúla bílinn kom eldri maður upp að honum. „Ekki er ég hálfnaður með verkið þegar eldri maður á reiðhjóli kemur askvaðandi og öskrandi: „Drullaðu þér í burtu!!!“ Mér var brugðið og gekk að manninum sem öskraði: „Hvað heitirðu?“,“ lýsir Glúmur.

Maðurinn ku hafa spurt hvort hann væri Glúmur og því hafi hann svarað játandi. Ég jánkaði forviða á meðan maðurinn öskraði yfir allt planið: „Þú ert að dreifa þvagi úr bílnum þínum“. Hann benti á vatnsflauminn undir bílnum eftir þvottinn. Mig langaði að rota hann en það má víst ekki, svo ég settist upp í bíl og forðaði mér með kallinn steytandi hnefum í baksýnisspeglinum,“ lýsir Glúmur.

Því næst hafi hann farið í nágrenni við Vesturbæjarlaug til að koma dósum í endurvinnslu og styrkja þannig Skátana. „Gekk erfiðlega að leggja svo stórum bíl svo ég var aðeins upp á stétt. Það er í lagi í 3 mínútur, hugsaði ég. En ó nei, heldur betur ekki. Glúmur segir að hann hafi gengið út með poka, en þá hafi komið tæplega fertugur maður og tvö börn sem voru á hjóli. Glúmur segir manninn hafa verið ósáttan við hvernig hann lagði bílnum og öskrað á hann: „Fokkaðu þér í burtu helvítið þitt með hnefa á lofti.“ Ég trúði nú ekki að ég væri í raun vakandi þar til hann barði í húddið, börn hans stjörf við hlið hans, og öskraði aftur: „Drullaðu þér eða ég hringi í lögregluna.“ Ég gekk að honum og bað hann að róa sig en það var engu tauti við manninn komið. Hann tók upp símann og byrjaði að mynda bílinn.“

Glúmur segist hafa óskað eftir að vera með á myndinni en þá hafi maðurinn fyrst orðið óður. „Þá fyrst missti maðurinn vitið en ég orðinn hálf örmagna settist undir stýri og drullaði mér í burtu. Reyni að klára verkið á morgun ef Guð lofar,“ segir Glúmur og bætir við á öðrum stað: „En að lokum finnst mér að löggjafavaldið ætti að kveða upp úr með hvenær maður megi rota mann og hvenær ekki. Því ég læt þetta ekki yfir mig ganga í þriðja sinn. Allt er þegar þrennt er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Byko verðlaunar starfsfólk sitt fyrir framgöngu þess í heimsfaraldrinum

Byko verðlaunar starfsfólk sitt fyrir framgöngu þess í heimsfaraldrinum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum sem hann veitti aðstoð vegna stoðkerfisvandamála

Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum sem hann veitti aðstoð vegna stoðkerfisvandamála
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Níu metra háum strumpi stolið frá tjaldsvæðinu í Þrastaskógi

Níu metra háum strumpi stolið frá tjaldsvæðinu í Þrastaskógi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir stolnum bíl

Lögreglan lýsir eftir stolnum bíl