fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FréttirLeiðari

„Ákveðið hlutfall fólks sem níðist á börnum heldur því áfram eftir afplánun“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 22. september 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf eldfimt umræðuefni þegar nafnbirting dæmdra brotamanna ber á góma. Fólk skiptist í fylkingar, með eða á móti. Eins og með svo margt í íslensku samfélagi þurfa allir að skiptast í þessar tvær fylkingar. Orrahríð geisar meðal fólks og svo virðist sem samfélagið verði allt í einu annaðhvort svart eða hvítt – enginn millivegur.

Lífið er hins vegar aldrei svart eða hvítt. Það er grátt og fjólublátt og brúnt og gult og alls konar. Í dag birtum við hjá DV fyrsta hluta í umfjöllun um íslenska barnaníðinga. Í þessari fyrstu umfjöllun birtum við fyrri part af korti yfir aðsetur dæmdra barnaníðinga – fólks sem hefur brotið á fleiri en einni manneskju og hlotið fyrir það dóm. Kveikjan að umfjölluninni er frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um hertara eftirlit með barnaníðingum eftir afplánun. Einnig veltum við þeirri spurningu upp hvort almenningur eigi rétt á að nálgast þessar upplýsingar eða hvort þær eigi að vera læstar ofan í skrifstofuskúffu.

Það er í raun margt forvitnilegt sem kemur fram í frumvarpi Silju Daggar og heilt yfir er það vel og faglega unnið. Meginþemað í frumvarpinu er að jafna hlut barnaníðinga annars vegar og almennings hins vegar. Eins og Silja Dögg hefur bent á þá brjóta margir barnaníðingar af sér aftur þegar þeir losna úr fangelsi. Það sé vitað mál. Samt bíður þeirra ekkert eftirlit eftir afplánun. Það er galið út af fyrir sig. Í frumvarpinu er mælst til þess að auka tilkynningarskyldu þannig að viðkomandi bæjarfélagi og barnaverndarnefnd sé tilkynnt um búferlaflutninga barnaníðinga. Þá er einnig kveðið á um að barnaníðingurinn þyrfti að gangast undir meðferð hjá heilbrigðisstarfsfólki, mæta í viðtöl hjá félagsþjónustu, hann megi ekki neyta áfengis og annarra vímuefna og að net- og samfélagsmiðlanotkun hans yrði undir eftirliti. Einnig hefði lögregla eftirlit með heimili hans.

Silja Dögg hefur jafnframt tekið það fram að í frumvarpinu felist ekki einhvers konar gullin lausn um málefni barnaníðinga – tillögurnar séu hins vegar skref í rétta átt að betra kerfi. Því er ég sammála. Það er ótækt að við hleypum fólki út í samfélagið sem vitað er að sé því hættulegt. Það á auðvitað ekki bara við um barnaníðinga, heldur almennt. Það er algjörlega óskiljanlegt af hverju lagaumgjörð hefur gert ráð fyrir því að setja hagsmuni brotamanna ofar en samfélagsins í heild sinni.

Það kemur bersýnilega í ljós í umfjöllun DV sem spannar næstu vikur að ákveðið hlutfall fólks sem níðist á börnum heldur því áfram eftir afplánun. Þetta sjáum við sí og æ. Með hertara eftirliti með barnaníðingum og upplýsingaskyldu til almennings í einhverju formi gæti lífið orðið aðeins bærilegra, bæði fyrir brotaþola og barnaníðinga, sem njóta vissulega mannréttinda þrátt fyrir brot sín. Mannréttindi þegna samfélagsins mega hins vegar ekki gleymast í kerfinu, hvað þá vega mun minna en mannréttindi níðinganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband